966. Fundur

966. Fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. maí 2018 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, varamaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

 

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson boðaði forföll.
  2. Lagt fram bréf Sýslumannsins á Norðurlandi vestraþar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna:

a) 1804051  Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 585/2007.  Magnús Ásgeir Elíasson sækir um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Stóru Ásgeirsá í Húnaþingi vestra.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

b) 1805010  Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 585/2007.  BAX ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Reykjaskóla í Húnaþingi vestra.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

3.      1805001  Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Selaseturs Íslands sem haldinn verður í Dæli, föstudaginn 18. maí nk. Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum.

4.      1802018  Lagt fram erindi frá Birki Þorbjörnssyni vegna lóðarinnar að Bakkatúni 10.  Í bréfinu afturkallar hann umsókn sína að lóðinni sem sótt var um á 961. fundi Byggðarráðs.  Byggðarráð samþykkir erindið.

5.      1805008  Lögð fram umsókn frá Vilhelm Vilhelmssyni og Sólveigu Benjamínsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.

6.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

    1. 1805015 Fundargerð 402. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 19. mars sl.
    2. 1805016 Fundargerð 403. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. apríl sl.
    3. 1805002 Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl sl.

7.     1805011  Lögð fram ársskýrsla USVH og þakkir frá félaginu til Húnaþings vestra fyrir góðan stuðning og styrk til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

8.     1805013  Lagt fram til kynningar minnisblað um umgengisreglur hafnarinnar vegna áburðar og salts á Norðurgarði hafnarinnar.

9.     1805014  Árshlutauppgjör janúar-mars 2018.  Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds fyrstu 3 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins.

10.  Formaður Eignaréttarnefndar Gunnar Sæmundsson kemur til fundar. 

11.  Ákveðið að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði laugardaginn 19. maí nk. kl. 11:00.

Samþykkt að taka á dagskrá:

12.  1805019 Aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf. miðvikudaginn 30. maí nk. lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:19

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?