967. fundur

967. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. maí 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður

Starfsmenn

Embættismenn: 
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni eins og hitaveitu á Klapparstíg og Garðavegi, viðbygging á íþróttahúsinu, útsýnispallur yfir Kolugljúfur, Nestún og dæluhús á Laugarbakka og Reykjaskól
  2.    1805024 Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Halldór Pétur Sigurðsson sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra
  3.       1805040  Lögð fram fundargerð 8. fundar þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 22. maí sl. ásamt ársskýrslu og rekstraryfirliti.
  4.      1805038  Lagt fram bréf frá Kvennabandi Vestur Húnavatnssýslu þar sem leitað er eftir styrk kr. 30.000 til kaupa á blómakransi sem lagður hefur verið árlega að Minnismerki drukknaðra sjómanna sem staðsett er við höfnina.  Byggðarráð samþykkir að styrkja Kvennabandið og felur sveitarstjóra að gera langtímasamning við Kvennabandið um þennan styrk.
  5.      1805042  Lagt fram bréf frá Sigurði Líndal framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands.  Sigurður kemur inn á fundinn, fer yfir starfsemina síðastliðið ár og óskar eftir samningi við Selasetrið um úrvinnslu gagna og skýrslu um hegðun ferðamanna í Húnaþingi vestra á tölfræðilegan hátt svo hægt sé að skoða hegðun þeirra.  Hægt verður að nýta skýrsluna til að greina nýja markhópa sem henta Húnaþingi vestra.  Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að gera drög að samningi að upphæð kr. 2.650.000 og viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og leggja til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  6.      1804067  Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frá Eldvarnarbandalaginu vegna eldvarnareftirlits í stofnunum sveitarfélagsins.  Samstarf um auknar eldvarnir milli Húnaþings vestra og Eldvarnarbandalagsins hófst haustið 2016.  Það er niðurstaða slökkviliðsstjóra að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig og orðið til þess að efla eldvarnir bæði á heimilum starfsmanna og vinnustöðum sveitarfélagsins.  Verkefnið hefur vakið starfsfólk til aukinnar vitundar um mikilvægi eldvarna og viðhorfsbreytingu sem hefur smitað út í samfélagið.
  7.      1805046  Lagt fram aðalfundarboð Ámundarkinnar ehf.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. júní nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi og hefst kl. 14:00.  Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra.

 

Samþykkt að taka á dagskrá.

 

    8.      1805034  Lagt fram til kynningar uppsagnarbréf Unnsteins Ó. Andréssonar rekstrarstjóra framkvæmda– og umhverfissviðs dags 22. maí sl.  Unnsteinn mun láta af störfum 31. ágúst nk.  Unnsteini eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:12

Var efnið á síðunni hjálplegt?