Afgreiðslur:
1. Fundargerð landbúnaðarráðs, formaður byggðarráðs kynnti.
Fundargerð 161. fundar frá 11. júlí sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
- 1807031 31. fundur stjórnar SSNV frá 4. júní sl.
- 1807032 32. fundur stjórnar SSNV frá 11. júní sl.
- 1807033 33. fundur stjórnar SSNV frá 10 júlí sl.
- 861. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. júní sl.
3. 1709065 Lagt fram frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra sem tekin var fyrir á 951. fundi byggðarráðs 30. október 2017. Lögð var fram ábending á fundi stjórnar SSNV þann 10. júlí sl. um að í samþykktina vantaði ákvæði vegna banns við akstri vélknúinna tækja á reiðvegum. Hefur því ákvæði verið bætt inn undir 24. grein. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar frá fyrri afgreiðslu. Byggðarráð samþykkir samþykktina.
4. 1807034 Lögð fram til kynningar samantekt frá Náttúrustofu Norðurlands vestra vegna skógarkerfils á Hvammstanga. Samkvæmt henni er ljóst að kerfillinn er á víð og dreif um allt þéttbýlið og nauðsynlegt sé að hefta frekari útbreiðslu. Í samantektinni er farið yfir þær aðferðir sem beitt hefur verið og borið hafa árangur í öðrum sveitarfélögum. Byggðarráð leggur til að komið verði á fundi með umhverfisstjóra til ákveða framhald átaksins.
5. 1807035 Lögð fram til kynningar skýrslan „Áfangastaðaáætlun Norðurlands, okkar áfangastaður“ frá Markaðsstofu Norðurlands. Í skýrslunni er gerð stöðugreining á ferðaþjónustu á Norðurlandi og lögð fram markmið og aðgerðaráætlun á svæðinu. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með skýrsluna og telur hana mikilvæga við áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
6. 1802024 Lagt fram erindi frá Katli Sigurjónssyni vegna vindmyllugarða sem tekið var fyrir á 961. fundi byggðarráðs þar sem hann lýsir áhuga á að kynna verkefnið frekar fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og taka jákvætt undir frekari kynningu.
7. 1807036 Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Dagbjört Ágústsdóttir sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brúarholti. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra
8. 1806015 Lagt fram svar frá Rarik vegna beiðni um útvíkkun þéttbýlisgjaldskrár á Hvammstanga, þannig að hún nái yfir tjaldstæði og hesthúsahverfi. Í svari Rarik kemur fram að mörk fyrir þéttbýlisgjaldskrá á Hvammstanga séu dregin þannig að hesthúsabyggðin og tjaldsvæðissvæði norð-austan við þéttbýlið hafi verið utan þéttbýlis enda um dæmigert dreifbýli að ræða. Sú afgreiðsla sé í samræmi við önnur hesthúsahverfi sem eru í útjaðri þéttbýlis. Byggðarráð lýsir yfir vonbrigðum með svar Rariks og leggur fram eftirfarandi bókun: „Miðað við aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 liggur umrætt svæði innan þéttbýlismarka Hvammstanga og því verður ekki séð að það eigi heima innan dreifbýlisgjaldskrár Rariks“. Sveitastjóra falið að koma á fundi með Rarik til frekari viðræðna.
9. 1807037 Lögð fram og yfirfarin tilboð sem bárust í skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárið 2018/2019, vegna leiða 3 og 10. Byggðarráð samþykkir að taka lægstu tilboðin sem eru eftirfarandi.
Leið 3 Ágúst Þorbjörnsson kr. 197 á km.
Leið 10 Kristinn Víglundsson kr. 158 á km.
Í samræmi við ofangreint samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi ofangreindar afgreiðslur með formlegum hætti.
10. Úthlutun styrkja úr Húnasjóði. 7 umsóknir bárust um styrk úr Húnasjóði, þar af voru 5 sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2018.
Albert Jóhannsson, nám til Bs í viðskiptafræði
Guðrún Lára Magnúsdóttir, nám til diploma í jákvæðri sálfræði
Ingunn Elsa Rafnsdóttir, félagsliðanám
Jóhannes Geir Gunnarsson, nám í búfræði
Unnur Jóhannsdóttir, nám til Bs í búvísindum
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000
Samþykkt að taka á dagskrá
11. Prókúruumboð. Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Ingibjörgu Jónsdóttur, fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninga og skjöl f.h. Húnaþings vestra í fjarveru sveitarstjóra.