973. fundur

973. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 20. ágúst 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1. Lagt fram bréf Sýslumannsins á Norðurlandi vestraþar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna:

   a.1808013  Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 1277/2016.  María Sigurðardóttir sækir um leyfi til að reka veitingastaðinn Hlöðuna í flokki II að Brekkugötu 2 á Hvammstanga.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

 b. 1808012  Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 1277/2016.  Antares ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Fögrubrekku í Húnaþingi vestra.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

   2.      1808001, 1807049, 1807048, 1807044, 1807043  Lagðar fram styrkumsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.  Fimm umsóknir bárust.

Ákveðið að fresta úthlutun fram að næsta sveitarstjórnarfundi, 13. september nk.

  3. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, formaður byggðarráðs kynnti.

Fundargerð 300. fundar frá 2. ágúst sl.  Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 1, 1806029 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, 1710006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.            Dagskrárliður 4, 1807074 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

  4.      1808015 Árshlutauppgjör janúar - júní 2018.  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs og undirfyrirtækja fyrstu 6 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins,  þó einstaka liðir þarfnist nánari skoðunar. 

  5.      1808018  Lögð fram til kynningar ársskýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir árið 2017.

 

 

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

 

6.      Lögð fram tillaga að skipulagi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

       Tillagan samþykkt samhljóða.   

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:59

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?