975. fundur

975. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. september 2018 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

1.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

a. 1809008 fundargerð 862. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. ágúst sl.
b. 1809011 fundargerð 36. fundar stjórnar SSNV frá 4. september sl.
c. 1809012 fundargerð 405. fundar Hafnarsambands Íslands frá 27. ágúst sl.

2.      Lögð fram umsókn frá Uppbygging ehf. um byggingarlóð undir fjölbýlishús að Höfðabraut 28 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Höfðabraut 28 á Hvammstanga.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                         Fundi slitið kl: 14:27

Var efnið á síðunni hjálplegt?