978. fundur

978. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 1. október 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.     1809073  Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem boðað er til fundar 10. október nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík. 
  2. 1809069  Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Selasetur Íslands ehf. sækir um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  3.  1809074  Lögð fram umsókn frá Söru Ólafsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 14 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Lindarvegi 14 á Hvammstanga.

  

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:14

Var efnið á síðunni hjálplegt?