Afgreiðslur:
- Lagt fram bréf Sýslumannsins á Norðurlandi vestraþar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna:
- 1810001 Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 1277/2016. Sindrastaðir ehf. sækja um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Lækjamóti í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
- 1810007 Umsókn um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 svo og reglugerðar nr. 1277/2016. Regína Þórarinsdóttir sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II og flokki III að Löngufit á Laugarbakka. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
- Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
- 1810004 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september sl.
- 1810005 37. fundur stjórnar SSNV frá 2. október sl.
- 1810006 Lagt fram erindi frá KPMG vegna skiptaloka Róta bs. og afskráningar á félaginu. Sveitastjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27. janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir. Byggðarráð samþykkir úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt og félagið lagt niður og afmáð úr firmaskrá. Byggðarráð felur hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.
- Næsta reglulega fundi sveitarstjórnar ber upp á sama dag og fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Lögð fram tillaga að nýjum fundartíma fimmtudaginn 18. október nk. kl. 15:00. Samþykkt með 3 atkvæðum.
Ákveðið að taka á dagskrá:
5. Guðmundur Ísfeld og Gunnar Þórarinsson mæta til fundar og gera grein fyrir umsókn um styrk við gerð milligirðingar fyrir hönd Fjallskilanefndar Hrútfirðinga.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 14:43