986. fundur

986. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. desember 2018 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

1.  Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni eins og viðbygging við íþróttahúsið á Hvammstanga, útsýnispall við Kolugljúfur, varaafl í dæluhús hitaveitu, viðhald vatnsveitu ofl.

2.  1812002  Lögð fram fundargerð frá 9. fundi þjónusturáðs, þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra ásamt 9 mánaða rekstraryfirliti ársins 2018 og fjárhagsáætlun ársins 2019.  Áætlaður halli á rekstri málaflokksins á árinu 2019 eru rúmar 82 milljónir.

3.  1812003  Lögð fram til kynningar skýrsla frá Selasetri Íslands um ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.  Fram kemur í skýrslunni að miklir möguleikar eru í ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra sem og áskoranir.  Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár, þó höfðatalan segi ekki allt um verðmætin sem ferðamenn skilja eftir sig í samfélaginu.  Einnig kemur fram að yfirgnæfandi líkur á því að tímabilið þar sem vöxtur ferðamanna er mjög hraður og algerlega fyrirhafnarlaus sé liðinn.  Mikilvægt sé að bæta samgöngur ef hægt á að vera að nýta þau tækifæri sem eru til staðar.

Byggðarráð þakkar vandaða og vel unna skýrslu.

4.  Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a) 1812004 Fundargerð 38. fundar stjórnar SSNV frá 6. nóv. sl.
b) 1812005 Fundargerð 39. fundar stjórnar SSNV frá 4. des. sl.
c) 1812006 Fundargerð 407. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 24. okt. sl.
d) 1812007 Fundargerð 408. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. nóv. sl.

5.   1812008  Lagt fram erindi frá skólastjóra um beiðni foreldra barna frá Þorgrímsstöðum og Saurbæ um heimakennslu gegn greiðslu vegna ástands Vatnsnesvegar.  Fram kemur í bréfinu að foreldrar hafa miklar áhyggjur af líðan og ferðatíma barna sinna vegna ástands vegar 711 um Vatnsnes.  Ferðatími skólabíls hefur lengst um a.m.k. 20 mínútur á dag vegna ástands vegarins og er orðinn 136 mínútur á dag.  Þá kemur fram að þrátt fyrir að skólabíllinn sé vel útbúin bifreið og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til skólabifreiða kvarta nemendur undan ógleði og hávaða þegar ekið er í holu eftir holu.  Hávaðinn sem myndast í bílnum við þennan akstur hefur mælst allt að 109 Db og á löngum kafla reyndist meðaltal hljóðstyrks 98 Db.  Hættumörk vegna hávaða er 95 Db.

Byggðarráð deilir áhyggjum foreldra af líðan og velferð barnanna sem og lengingu ferðatíma skólabíls.  Byggðarráð telur sig ekki geta samþykkt erindið um greiðslu til foreldra vegna heimakennslu með vísan í reglugerð 531/2009 um heimakennslu á grunnskólastigi. Byggðarráð mun halda áfram að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur og breytta forgangsröðun í vegamálum með áherslu á skólaakstursleiðir.

6.   1812009Árshlutauppgjör janúar-september 2018.  Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds 9 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins.

7.   1811036  Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Hótel Hvammstangi sækir um leyfi til að reka gististað í flokki IV. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra

8.   1810010  Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá 23. nóvember sl. þar sem fram kemur að Hvammstanga hefur verið úthlutað 133 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.  Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er til 21. desember nk. Lögð fram eftirfarandi tillaga að reglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018-2019:  
„Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 133 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2018/2019: 

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda með eftirfarandi viðaukum/breytingum:
a)  80% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 684/2018 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Skipting þessara 80% byggðakvóta Húnaþings vestra til ofangreindra skipa skal miða við meðaltal landaðs afla í Hvammstangahöfn sl. þrjú fiskveiðiár í þorskígildum talið.       
Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2015/2016, 2016/2017 og 2017/2018.
b)  20% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og skal skipting þessara 20% byggðakvóta Húnaþings vestra miða við meðaltal landaðs afla í Hvammstangahöfn sl. þrjú fiskveiðiár, nú 2015/2016, 2016/2017 og 2017/2018.
c)  Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 685/2018 er felld niður og því orðast 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðar­lagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess afla­marks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv.

Rökstuðningur/viðaukar/breytingar frá reglugerð 685/2018 er felast í tillögum Húnaþings vestra eru byggð á eftirfarandi:
a)  Í samræmi við tilmæli Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sbr. bréf dags. 23. nóvember 2018, er horft til mögulegrar verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta og því að megintilgangur byggðakvótans sé að stuðla að aukinni atvinnusköpun í byggðarlaginu.
b)  Rökstuðningur sveitarstjórnar er sá að í byggðarlaginu er engin bolfiskvinnsla.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

9.   1810039  Lagt fram bréf frá vegagerðinni um niðurfellingu hluta Núpsdalsvegar af vegaskrá.  Málið var áður á dagskrá á 983. fundi byggðarráðs.  Ástæða niðurfellingar er að ekki sé lengur föst búseta á Efra Núpi sem er núverandi endapunktur vegarins.  Í bréfinu kemur fram að kirkjan á Efra Núpi sé ekki sóknarkirkja og því ekki um kirkjustað að ræða auk þess sem ekki sé talið nægjanlegt að vitað sé af atvinnustarfsemi þar sem búseta fellur niður heldur þarf að sækja um að vegurinn sé aftur tekinn inn á vegaskrá sem héraðsvegur á þeim forsendum.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:27

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?