Afgreiðslur:
1. 1812023 Lögð fram til kynningar fundargerð 865. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember sl.
2. 1812013 Lagt fram bréf frá stjórn Félagsheimilisins Hvammstanga. Í bréfinu kemur fram að stjórn félagsheimilisins hafi hafið vinnu við gerð samþykkta fyrir félagsheimilið og óskar eftir athugasemdum við tillöguna fyrir 31. desember nk. Byggðarráð þakkar fyrir bréfið og tillögu að samþykktum. Byggðarráð hefur því miður ekki svigrúm til að fara yfir tillöguna fyrir þann tíma sem gefinn er upp í bréfinu. Byggðarráð mun því ekki skila umsögn sinni fyrr en í lok janúar.
3. 1809040 Lagt fram til kynningar svarbréf frá Íbúðalánasjóði vegna umsóknar Húnaþings vestra um þátttöku í tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Í bréfinu kemur fram að Húnaþing vestra er ekki meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst varða valin inn í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar. 33 sveitarfélög sóttu um og voru 7 valin til þátttöku. Íbúðarlánasjóður mun í kjölfarið bjóða hinum sveitarfélögunum 26 til samtals um framhald þeirra verkefna, með það fyrir augum að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á sambærilegum forsendum þar fljótlega.
4. 1812019 Lagt fram erindi frá Skeggjagötu ehf. um aukna veðheimild í húsnæði félagsins á Laugarbakka. Aukin veðsetning felur ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Húnaþings vestra, en þar sem afsal hefur ekki enn verið gefið út þarf leyfi sveitarfélagsins. Veðheimildin mun hækka um 15 milljónir kr. Byggðarráð samþykkir erindið enda hafa breytingar á húsnæðinu aukið verðmæti eignarinnar verulega og felur sveitarstjóra að undirrita tryggingarbréfið.
5. 1812024 Hugmyndir að stofnun öldungaráðs. Lagt fram til kynningar hugmyndir að stofnun öldungaráðs og drög að erindisbréfi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að stofnun öldungaráðs í Húnaþingi vestra.
6. 1812025 Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Kaldal fyrir hönd þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarstjórna Borgarbyggðar, Húnaþings vestra og Húnavatnshrepps um þjóðgarð á miðhálendinu þann 10. janúar nk. á Hvammstanga. Ákveðið að fulltrúar Húnaþings vestra á fundinum verði Friðrik Már Sigurðsson og Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. Byggðarráð mun einnig bjóða á fundinn fulltrúa fjallskiladeilda Víðdælinga og Miðfirðinga, og fulltrúa ferðaþjónustunnar.
Samþykkt að taka á dagskrá:
7. 1812024 Ráðning veitustjóra umhverfissviðs. Sveitarstjóri tilkynnti að Þorsteinn Sigurjónsson rafmangsverkfræðingur og MBA hefði verið ráðinn í starf veitustjóra umhverfissviðs frá 2. janúar nk. Tvær umsóknir bárust um stöðuna.
8. 1811031 Lögð fram til kynningar umsögn Húnaþings vestra til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um drög að frumvarpi til laga um sviðslistir, mál nr. 182/2018.
9. 1805008 Lagt fram erindi frá Vilhelm Vilhelmssyni vegna lóðarinnar að Bakkatúni 10. Í bréfinu afturkallar hann umsókn sína að lóðinni sem sótt var um á 966. fundi byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir erindið.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 15:00