989. fundargerð

989. fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. janúar 2019 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.        Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni eins og hitaveitu í Víðidal/Miðfirði, ljósleiðara utan hitaveitu, gólfið í íþróttamiðstöðinni, endurnýjun heimtauga á Hvammstanga, vatnsveita Reykjaskóla, viðhald á Gilsbakka 8, varaafl í dæluhúsi á Laugarbakka, viðbygging íþróttamiðstöðvar og fl.
  2.        1901026 Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar stjórnar SSNV frá 8. janúar sl.
  3.       Lóðarumsóknir lagðar fram:

     a.    1901011 Umsókn frá Hoffell ehf. um byggingarlóð undir raðhús að Lindarvegi 5 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Lindarvegi 5 á Hvammstanga.

      b.   1901012 Umsókn frá Hoffell ehf.  um byggingarlóð undir raðhús að Lindarvegi 1 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Lindarvegi 1 á Hvammstanga.

4.        1812026 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að Húnaþing vestra tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.Málið var áður á dagskrá á 988. fundi byggðarráðs.  Byggðarráð tilnefnir Guðnýju Hrund Karlsdóttur og Ólaf Benediktsson sem fulltrúa fyrir Húnaþing vestra.

    

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?