Afgreiðslur:
1. 1901043 Lagt fram bréf frá félagi áhugamanna um Riishús á Borðeyri þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í stjórn félagsins. Byggðarráð samþykkir að tilnefna sem aðalmenn Sigurð Kjartansson og Leó Örn Þorleifsson og sem varamenn Svein Karlsson og Ólöfu Þorsteinsdóttur.
2. 1901042 Lagt fram styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Austur Húnavatnssýslu. Byggðarráð hafnar erindinu.
3. 1812023 Lagt fram bréf frá stjórn Félagsheimilisins á Hvammstanga. Erindið var áður á dagskrá á 987. fundi byggðarráðs. Í bréfinu kemur fram að stjórn félagsheimilisins hafi hafið vinnu við gerð samþykkta fyrir félagsheimilið á þeim forsendum að engar samþykktir hafi verið til, og óskar eftir athugasemdum við tillöguna. Byggðarráð gerir athugasemd við grein 4 um skiptingu eignarhluta við slit með vísan í lög um félagsheimili nr. 107/1970. Þá telur byggðarráð sig ekki geta samþykkt tillöguna þar sem til er eigendasamningur með starfs- og húsreglum dagsettur 26. október 1976. Byggðarráð er tilbúið að vinna að breyttum húsreglum og samþykktum með stjórn félagsheimilisins.
4. 1809062 Lagt fram erindi frá Fasteignafélaginu Borg ehf. um skipti á hlutabréfum á Borg ehf. og Hæðinni á Höfðabraut ehf.Erindið var áður á dagskrá á 977. fundi byggðarráðs. Byggðarráð hafnar erindinu.
5. Lögð fram drög að uppfærðum samþykktum um stjórn og fundarsköp Húnaþings vestra. Lokið hefur verið við yfirferð á samþykktum um stjórn Húnaþings vestra frá 14. maí 2013, til samræmis við breytt skipurit. Byggðarráð samþykkir að vísa drögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.