Afgreiðslur:
1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a. 1901060 867. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 25. jan. sl.
b. 1902002 409. fundar Hafnarsambands Íslands dags. 18. jan. sl.
c. 1902018 51. fundar stjórnar SSNV dag. 5. feb. sl.
2. 1901052 Lagt fram fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 29. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 10:00. Fulltrúar Húnaþings vestra eru Þorleifur Karl Eggertsson oddviti og Magnús Magnússon. Til vara Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.
3. 1901053 Lagt fram erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um áfangastaðaáætlanir þar sem hvatt er til eftirfylgni með aðgerðum sem eru til umfjöllunar í áfangastaðaáætlun Norðurlands.
Byggðarráð fagnar því að í áfangastaðaskýrslu er lagfæring Vatnsnesvegar eitt af 15 áhersluverkefnum á Norðurlandi og styður þá ákvörðun. Byggðarráð mun fylgja áætluninni eftir með því að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur í samræmi við óskir íbúa og ferðaþjónustuaðila.
4. 1901055 Lögð fram afskriftabeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru fyrndar sbr. fylgigögn, alls kr. 594.915. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
5. Lögð fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði og skemmtanahald og reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni.
a. 1902001 North Star Apartments sækir um leyfi til reksturs gististaðar, North Star Hótel Staðarflöt, skv. flokki IV A að Staðarflöt í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
b. 1902017 Herdís Einarsdóttir sækir um leyfi til reksturs gististaðar, Lækjahvammur, skv. flokki II F að Lækjarhvammi í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
6. 1902019 Frumvarp til laga um breytingu á kosningaaldri í sveitarstjórnarkosningum, mál nr. 356.
Byggðarráð tekur undir að þörf er á að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þeirra til að hafa áhrif á samfélagið. Byggðarráð telur þó ekki rétt að aðskilja kosningarétt og kjörgengi sem eigi að fylgja sjálfræðisaldri. Byggðarráð bendir á mikilvægi þess að einstaklingar sem taki þátt í sveitarstjórnarmálum hafi lagalega stöðu til að geta tekið ákvarðanir og þess sé sérstaklega gætt við afgreiðslu frumvarpsins. Lýðræðisþátttöku ungs fólks er hægt að efla með öðrum leiðum eins og með ungmennaráði, aukinni fræðslu til ungs fólks og skuggakosningum.
7. 1901054 Lagt fram til kynningar erindi frá forsætisráðuneytinu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmiðin og nota sem leiðarljós í stefnumótun.
8. 1902007 Erindi frá Íbúðalánasjóði um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. dags. 1. febrúar 2019 vegna vinnu við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Samkvæmt lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál hefur Íbúðalánasjóður það hlutverk að vera sveitarfélögum til ráðgjafar um gerð húsnæðisáætlana. Þá tók gildi 21. desember 2018 reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að sveitarfélög skuli skila húsnæðisáætlunum til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019.
Skv. upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er stefnt að kynningarfundi í apríl.
Samþykkt að taka á dagskrá:
9. 1902023 Lagt fram til kynningar bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 15:12