993. fundur

993. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 25. febrúar 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.      1902026 Lögð fram til kynningar fundargerð 410. fundar Hafnarsambands Íslands dags. 15. feb. sl.

2.      1809062 Lagt fram tölvubréf frá Jóhannesi Torfasyni vegna hlutabréfa í Fasteignafélaginu Borg dags. 19. feb. sl.  Þar kemur fram ný tillaga um kaup Ámundakinnar á hlutabréfum Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg. 
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ámundakinnar vegna málsins.

3.      1902024 Erindi frá sýslumanninum á Nlv. þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Tangahús ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki III.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

4.      Auglýsing eftir verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna

Lögð fram drög að auglýsingu eftir verkefnastjóra til að hafa umsjón með móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra og þjónustu við það skv. fyrirliggjandi samningi við félagsmálaráðuneytið.  Starfið felur í sér náið samstarf við svið og stofnanir sveitarfélagsins, Rauða krossinn, félagsmálaráðuneytið og aðra aðila innan og utan sveitarfélagsins.  Verkefnastjóri skipuleggur fræðslu og kynningar til flóttafólksins og þeirra sem að málum þess koma.  Lögð er áhersla á heildstæða þjónustu og þverfaglega vinnu og að nýir íbúar nái að finna fyrir öryggi og kynnast nýjum tækifærum.  Um er að ræða tímabundið starf til 1 – 1 ½ árs.  Starfið verður 25% - 50% til að byrja með, 100% hluta tímans og 50% síðari hluta. 
Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna.

Samþykkt að taka á dagskrá:

5.   1902027 Lagt fram erindi frá körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Kormáks þar sem óskað er eftir styrk sem nemur afnot af íþróttahúsi á Hvammstanga vegna Íslandsmóts 2. deildar kvenna í körfuknattleik laugardaginn 9. mars nk.  Kostnaður er kr. 84.515. 
Byggðarráð samþykkir að styrkja körfuknattleiksdeildina sem nemur afnotum af íþróttahúsinu umræddan laugardag að upphæð kr. 84.515.  

6.   Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru
Byggðarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp.  Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.  Byggðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. 
Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni, lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði. 
Byggðarráð gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt og egg verði ekki leyst úr tolli fyrr en Mast hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum.

 Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:06

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?