994. fundur

994. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.      Rekstrarstjóri kemur á fundinn.
Farið yfir helstu verkefni, má þar nefna lagningu ljósleiðara á og norðan við Hvammstanga, útboð hitaveitu vegna endurnýjunar heimtauga á Hvammstanga næsta sumar og framgang viðbyggingar við íþróttamiðstöð. 

2.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a.  1902037 868. fundar stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga dags. 22. feb. sl.
b.  1903010 42. fundar stjórnar SSNV dags. 5. mars sl.

3.      1903002 Umsókn frá Sigurði Björnssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Bakkatúni 10 á Hvammstanga.

4.      1807043 Lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Oddur Sigurðarson fékk úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir verkefnið League Manager- Mótastýring 21. aldarinnar.  Byggðarráð samþykkir skýrsluna og að eftirstöðvar styrksins verði greiddar út. 

5.      1903011 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda, þar sem boðað er til fundar að Hótel Sögu þann 14. mars nk. 

6.      1903012 Lagt fram aðalfundarboð Fef. Borgar ehf. dags. 22. mars nk. 
Byggðarráð tilnefnir Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra.

Samþykkt að taka á dagskrá: 

7.      1903016  Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars nk. Byggðarráð tilnefnir Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra til að fara með atkvæði Húnaþings vestra á fundinum.

8.      1903015  Aðalfundarboð Hæðarinnar á Höfðabraut ehf. dags. 22. mars nk. Byggðarráð tilnefnir Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 16:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?