Afgreiðslur:
1. Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri kemur á fundinn og fer yfir stöðu verkefna s.s. undirbúning framkvæmda hitaveitu í Melahverfi í sumar, birgðahaldi og almennu viðhaldi hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
2. 1904006 Lagt fram fundarboð frá forsætisráðuneytinu dags. 2. apríl sl. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna. Rétt eins og í fyrra er forsvarsmönnum fjallskilanefnda boðið með á fundinn. Fundurinn verður haldinn 7. júní nk. í Húsi Frítímans á Sauðárkróki.
3. 1904008 Lagt fram til kynningar bréf frá flugklasanum Air 66N þar sem gert er grein fyrir því helsta í starfi flugklasans sl. 6 mánuði.
4. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 25. mars sl. þar sem minnt er á Styrktarsjóð EBÍ 2019. Sveitarstjóra falið að kanna hvaða verkefni sveitarfélagsins gætu fallið undir reglur um styrkúthlutun.
5. 1904010 Ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra vegna ársins 2017 lagður fram til kynningar.
6. 1904009 Fundargerðir Náttúrustofu Norðurlands vestra lagðar fram til kynningar.
a) Fundargerð fundar haldinn 18. okt. 2018
b) Fundargerð fundar haldinn 15. nóv. 2018
c) Fundargerð fundar haldinn 20. mars sl.
7. 1903028Lagt fram bréffrá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárfestingar og eftirlit með framvindu 2019 dags. 18. mars sl. Samkvæmt bréfinu mun eftirlitsnefndin óska eftir framgangi þeirra verkefna sem flokkast í reikningsskilum sveitarfélaga sem fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum. Verður gerður samanburður á fjárhagsáætlun ársins 2019 með viðaukum og kannað hvernig til hefur tekist að fara að ákvæðum 63. gr. sveitastjórnarlaga um bindandi ákvæði ákvörðunar um fjárhagsáætlun ársins og gerð viðauka. Markmið eftirlitsnefndarinnar með upplýsingaöflun þessari er að kanna hvernig sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd með fjárfestingum sínum samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt viðaukum.
8. 1904011 Lagt fram bréf frá Elínborgu Sigurgeirsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra þar sem hún segir starfi sínu lausu. Elínborg mun starfa út skólaárið eða til 1. ágúst nk. Byggðarráð samþykkir uppsögnina og þakkar Elínborgu fyrir vel unnin og farsæl störf á sínu 35 ára starfstímabili. Sveitarstjóra falið að auglýsa starf tónlistarskólastjóra laust til umsóknar.
Samþykkt að taka á dagskrá:
9. 1802043 Borðeyri – verndarsvæði í byggð bréf barst í dag frá Mennta- og menningarmálaráðherra dags. 5. apríl sl. þar sem ráðherra staðfestir tillögu sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Um afmörkun verndarsvæðisins segir eftirfarandi í tillögunni: „Svæðið sem um ræðir er 14.771 m2 á stærð eða tæplega 1,5 hektarar og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi.
Mörk þessa svæðis ná frá læk sem fellur úr grónum gilskorningi sem kallast Lækjardalur að
vestanverðu og meðfram sjólínunni á suðurhlið tangans frá þeim stað sem lækurinn fellur í
víkina allt fram á eyraroddann í austri. Þaðan liggja mörkin meðfram sjóvarnargarði til
norðvesturs þar til náð er beinni sjónlínu við brattan malarkamb rétt norðan við norðurgafl
gamla sláturhússins. Þaðan ná mörkin í hallandi línu meðfram kambnum til vesturs að
læknum. Markmið þess að gera hluta Borðeyrar að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á Borðeyri með þeim hætti að söguleg arfleifð kaupstaðarins fái notið sín og gildi hennar undirstrikað gagnvart heimamönnum jafnt sem aðkomufólki en þó ekki síst gagnvart komandi kynslóðum“.
Tillagan er staðfest að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands sem meðal annars horfir til afmörkunar verndarsvæðis, og gagna sem liggja til grundvallar greinargerð sem fylgir tillögunni, þ.m.t. fornleifaskráningar, húsakönnunar, mats á varðveislugildi og skilmála um verndun og uppbyggingu innan marka verndarsvæðisins.
Byggðarráð fagnar staðfestingu ráðherra vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar verslunarstaðarins á Borðeyri. Staðfestingin mun vernda sérkenni byggðakjarnans í komandi skipulagsvinnu.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 15:02