215. fundur

215. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 4. desember 2024 kl. 13:00 í Ráðhúsi.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, aðalmaður
Halldór Pálsson, aðalmaður
Stella Dröfn Bjarnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ármann Pétursson varamaður

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri
Formaður óskaði eftir að taka á dagskrá sem 7. dagskrárlið Uppgjör rjúpna- og gæsaveiða. Samþykkt samhljóða.
 
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2408023
Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsramma ráðsins fyrir árið 2025.
 
Júlíus Guðni Antonsson kom til fundar kl. 13.20.
2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns árið 2024 - 2411057
Júlíus Guðni Antonsson, búfjáreftirlitsmaður gerði grein fyrir störfum sínum á árinu.
 
Skráð voru 22 atvik vegna búfjáreftirlits á árinu, helmingur vegna hrossa og helmingur vegna sauðfjár.
 
Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinagóða yfirferð.
 
3. Skýrsla veiðivarðar vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2024 - 2408006
Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum á nýliðnu veiðitímabili.
 
Veiðieftirlitið gekk vel árið 2024. Farnar voru þrjár eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði, allar vegna rjúpnaveiða. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Veginum fram á Víðidalstunguheiði var lokað eina helgi vegna bleytu. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.
 
Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna greinagóða yfirferð.
Júlíus Guðni Antonsson vék af fundi kl. 13.44.
 
4. Vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025 - 2409085
Lagðar fram umsóknir um vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025. Auglýst var eftir veiðimönnum á þau tvö svæði sem ekki höfðu borist umsóknir um. Eftirfarandi umsóknir bárust:
 
Hannes Hilmarsson vegna veiða í vestanverðum Hrútafirði.
Björn Viðar Unnsteinsson vegna veiða í Vesturhópi.
 
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við framangreinda umsækjendur.
 
5. Uppgjör styrkvega 2024 - 2406059
Lagt fram á 214. fundi ráðsins. Uppgjörið hefur verið sent til Vegagerðarinnar.
 
6. Uppgjör heiðagirðinga 2024 - 2402064
Lagt fram á 214. fundi ráðsins.
 
7. Uppgjör rjúpna- og gæsaveiða 2024 - 2412008
Lagt fram til kynningar uppgjör rjúpna- og gæsaveiða 2024.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 13:55.
 
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?