1. fundur

1. fundur Öldungaráðs haldinn þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigurður Björnsson, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson,
S. Kristín Eggertsdóttir, Eggert Karlsson, Kristín R. Guðjónsdóttir og Ólafur B. Óskarsson.

Starfsmenn

Jenný Þorkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns og varaformanns
  2. Farið yfir erindisbréf öldungaráðs
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

  1. Guðmundur Haukur Sigurðsson var kosinn formaður og Jóna Halldóra Tryggvadóttir var kosinn varaformaður.
  2. Umræða var um hversu stuttur fyrirvari er í erindisbréfi um boðun á fundi. Ráðið leggur til að fundarboð sé með vikufyrirvara og fundartími verður kl. 14.30 á þriðjudögum.
  3. Önnur mál.
  • Guðmundur Haukur spurði um samning við HVE um dagdvöl við eldri boragara. Hann skýrði sjálfur út þennan samning fyrir ráðinu og leggur til eftirfarandi tillögu: Öldungaráð Húnaþings vestra beinir þeim eindregnum tilmælum  til sveitastjórnar Húnaþings vestra að standa vörð um og byggja frekar upp dagdvöl fyrir aldraða í sveitarfélaginu m.a. með því að fá leyfi fyrir dagdvalarplássum fyrir heilabilaða. Ráðið telur að reynslan af samstarfi við Heilbirgðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga um framkvæmd dagdvalarinnar sé mjög góð og hvetur sveitastjórn að leggja sitt af mörkum til að endurskoða með framhald í huga það samkomulag milli þessara aðila sem sagt var upp síðasta vor. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Ólafur B. Óskarsson spurðist fyrir um biðlista í íbúðir á Nestúni. Henrike svaraði því að í kringum 10 manns séu með umsóknir en misjafnt er hvort allir óski eftir íbúð þegar þær losna.
  • Rætt var um framtíðastsýn íbúa 60 ára og eldri um búsetu og kom hugmynd að gera skoðunarkönnun á þeim málum og hvetur ráðið sveitarstjórn til að hrinda sklíkri könnun í framkvæmd.
  • Ákveðið var að halda næsta fund í febrúar/mars 2020.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 14.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?