Dagskrá:
1. Heilsueflandi samfélag, kynning
2. Yfirlit yfir stöðu dagþjónustu og félagslegrar heimaþjónustu.
3. Húsnæðisáætlun - Er þörf á auknum byggingum fyrir aldraða í Húnaþingi vestra?
4. Karlarnir í skúrnum verkefni á vegum Rauða krossins
5. Gönguhópur og þjálfun í sundi
6. Félagsaðstaða eldri borgara
7. Hvíldarbekkir á Hvammstanga og Laugarbakka
8. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Liljana Milenkoska mætti til fundar og kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag þar sem Húnaþing vestra stefnir að innleiðingu á næstunni. Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.
2. Henrike, yfirfélagsráðgjafi og Kristín, hjúkrunarfræðingur kynntu stöðu á dagþjónustu og félagslegri heimaþjónustu í sveitarfélaginu. Þær sögðu einnig frá samþættri þjónustu á milli HVE og félagsþjónustu Húnaþings vestra. Kristín sagði frá hvernig dagþjónustan hefur farið af stað eftir Covid – 19. 14 einstaklingar skipta með sér 5 plássum í dagþjónustu. 15 heimili hafa verið að fá heimsendan mat, 36 heimili sem eru að fá félagslega heimaþjónustu. Upplýsingafundir hafa verið á tveggja ára fresti þar sem HVE og félagsþjónustan heldur saman. Ráðið telur þessa þjónustu í góðum málum.
3. Umræður um húsnæðismál, sveitarstjóri sagði frá könnun sem gerð verður á haustdögum og vonast til að geta lagt fram niðurstöður á næsta fundi ráðsins.
4. Formaður sagði frá verkefni sem heitir Karlar í skúrnum sem Rauði krossinn hefur verið að sinna. Ráðið hvetur sveitarfélagið að skoða þetta verkefni með Rauða krossinum.
5. Eldri borgarar hafa verið að tala um að stofna þurfi gönguhópa þar sem einhver aðili mundi sjá um að halda utan um þá. Ráðið hvetur félag eldri borgara til að koma gönguhóp af stað í samstarfi við sérstakt verkefni Félagmálaráðuneytisins sem verið er að sækja um styrk í.
6. Umræða um félagsaðstöðu eldri borgara þar sem aðstaðan í Nestúni er orðin svo lítil. Rætt var um hvaða möguleikar væru í sveitarfélaginu sem hægt væri að nýta undir starfið. Ráðið hvetur félag eldri borgara til að kanna t.d. með leigu á Félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir stærri viðburði á þeirra vegum.
7. Fjölga þyrfti bekkjum í sveitarfélaginu til að létta undir og hvetja til göngu borgara, eins og t.d. við Brekkugötu og á gönguleið uppí Hvamm. Einnig þarf að bæta við bekkjum á Laugarbakka og skoða hvernig þessu er háttað á Borðeyri. Ráðið hvetur sveitarstjórn til að ganga í málið.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 16.25