Dagskrá:
1. Kynning á þeim málefnum sem Landsamband eldri borgara leggur áherslu á í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir kynnir vinnu við menntastefnu Húnaþings vestra.
3. Bifreið dagþjónustunnar.
4. Fasteignaskattur 67 ára og eldri.
5. Setbekkir fyrir göngufólk.
Afgreiðslur:
1. Formaður fór yfir áhersluatriði frá Landsambandi eldri borgara í aðdraganda sveitastjórnarkosninga í maí 2022. Formanni falið að koma þessum áherslum áleiðis til framboða í Húnaþingi vestra.
2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir verkefnastýra sem stýrir vinnu við gerð menntastefnu Húnaþings vestra fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnin og næstu skref. Ráðið tók þátt í hugmyndavinnu og lagði til nokkrar samstarfshugmyndir eldri borgara og skólanna. Öldungaráð þakkar Guðrúnu Ósk fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með vinnuna.
3. Ráðið telur að bíllinn sem er í notkun í dagþjónustunni í dag gegni ekki sínu hlutverki m.a. vanti fjórhjóladrif og eins ætti bíllinn að vera með hjólastólalyftu. Ráðið leggur áherslu á að þetta verði komið í lag síðasta lagi í haust.
4. Ráðið hafði óskað eftir upplýsingum um fjölda þeirra eldriborgara sem greiða fasteignaskatt og einnig fjölda þeirra sem fá afslátt af fasteignaskatti. Alls eiga 114 einstaklingar, 67 ára og eldri, fasteignir í sveitarfélaginu. Af þessum 114 einstaklingum fá 28 einstaklingar afslátt af fasteignaskattinum. Ráðið leggur til að tekjuviðmið hækki í takt við hækkun fasteignamats og telur að þess hafi ekki verið gætt við síðustu hækkun.
5. Ráðið ítrekar bókun sem var gerð þann 2. júní 2020. „Fjölga þyrfti bekkjum í sveitarfélaginu til að létta undir og hvetja til göngu borgara, eins og t.d. við Brekkugötu og á gönguleið uppí Hvamm. Einnig þarf að bæta við bekkjum á Laugarbakka og skoða hvernig þessu er háttað á Borðeyri. Ráðið hvetur sveitarstjórn til að ganga í málið.“
Einnig vill ráðið hvetja til að gönguleiðir innanbæjar og „Merkurhringurinn“ verði ruddar betur þegar snjór er.
Formaður þakkar ráðinu og starfsmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 15.46