7. fundur

7. fundur Öldungaráðs haldinn miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Jónína Sigurðardóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Eggert Karlsson, Gyða Sigríður Tryggvadóttir og Ólafur B. Óskarsson.

Sesselja Kristín Eggertsdóttir boðaði forföll

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson.

Dagskrá:
1. Tillögur og hugmyndir um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara.
Öldungaráð fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið til undirbúnings framtíðarsýnar um málefni eldri borgara. Öldungaráð leggur til að sviðsstjóri vinni frumdrög að framtíðarsýn með aðkomu fulltrúa ráðsins. Hún verði svo kynnt fyrir Félagi eldri borgara á opnum fundi til samráðs. Ein athugasemd barst í opnu samráði um álögur fasteignagjalda.
2. Endurbætur á íbúðum í Nestúni.
Sviðsstjóri kynnti furmdrög að breytingum á íbúðum í Nestúni. Öldungaráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar breytingar. Lokatillögur verða kynntar nánar fyrir íbúum og öldungaráði.
3. Útboð á akstri eldri borgara.
Eitt frávikstilboð barst. Öldungaráð leggur til að frekari akstursþjónusta eldri borgara verði skoðuð, til viðbótar við dagþjónustu, í vinnu við framtíðarsýn í málefnum eldri borgara.
4. Álögur fasteigna- og sorpgjalda.
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignagjöldum í vinnu við næstu fjárhagsáætlun.
5. Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum í Húnaþingi vestra.
Öldungaráð Húnaþings vestra beinir því til sveitastjórnar að erindisbréf öldungaráðs Húnaþings vestra verði endurskoðað og lagfært. Ráðið telur að erfitt sé að sinna núverandi viðamiklu hlutverki ráðsins sbr. 3. grein þegar það er síðan mælst til þess í 4. grein að eingöngu séu haldnir 2 fundir á ári. Eins er ljóst að 6. grein erindisbréfsins og ný samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum ráðum og nefndum Húnaþings vestra stangast á hvað varðar þóknun fyrir setu í öldungaráði. Ráðið leggur til miðað við núverandi verkefni að haldnir verði að lágmarki fjórir fundir á ári.
6. Helstu verkefni fjölskyldusviðs og heilsugæslu í málefnum eldri borgara.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni og gott samstarf við heilsugæsluna í málefnum eldri borgara.
7. Reglur um sal í Nestúni.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti reglur um sal í Nestúni.

Fundi slitið kl. 15:15

Var efnið á síðunni hjálplegt?