288. fundur

288. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 10. október 2017 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðrún Eik Skúladóttir, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Guðrún Eik Skúladóttir

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1709061. Kjörseyri 2 – stofnun lóðar.
  2. Erindi nr. 1710006. Sólbakki stofnun 2 lóða.
  3. Erindi nr. 1507015. Sólbakki – fjós, nýjar teikningar.
  4. Erindi nr.  1703001 Ásbraut 4 – bílskúr, nýjar teikningar
  5. Erindi nr. 1706024. Ásbjarnarnes, Umsókn um framkvæmdaleyfi.

 

Tekið á dagskrá:

6.Erindi nr. 1710007, 1710008 og 1710009.Byggingarleyfi frístundahús.

7.Erindi nr.1710002  Sveðjustaðir ­- viðbygging

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1709061. Ingimar Sigurðsson, kt. 120269-5779 og Inga Hrönn Georgsdóttir, kt. 270164-4149, sækja með erindi dags. 19.09.2017 um stofnun 2980 m2 lóðar út úr jörðinni Kjörseyri 2 í Hrútafirði. lnr. 142201. Lóðin óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Önnu M. Jónsdóttur. Lóðin fær landnúmerið 225980 og heitið Kjörseyri 2A.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

2.Erindi nr. 1710006. Sigríður Hjaltadóttir, kt. 110660-3249 og Skúli Þór Sigurbjartsson, kt. 160763-4189, f.h. Sólbakkabúsins ehf, kt. 670614-1820,  sækja með erindi dags. 02.10.2017 um stofnun tveggja samliggjandi lóða út úr jörðinni Sólbakka í Víðidal. lnr. 144634. Lóðirnar óskast teknar úr landbúnaðarnotkun. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Önnu M. Jónsdóttur. Lóðirnar fá heitin Sólbakki 2 og Sólbakki 3 og landnúmerin 225982 og 225983.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðanna.

3.Erindi nr. 1507015. Nýtt fjós á Sólbakka. Innkomnar nýjar teikningar, skráningartafla og bréf sem kallað er greinargerð. Áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs 3. ágúst 2017.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ítreka kröfur um fullnægjandi gögn.

4.Erindi nr. 1703001.  Innkomnar nýjar teikningar sem sýna breytta hæð bílskúrs að Ásbraut 4. Áður á dagskrá 280. fundar Skipulags- og umhverfisráðs þann 2. mars s.l. og byggingaráform samþykkt á 20. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 10. ágúst s.l.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkomnar breytingar á hæð bílskúrsins og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5.Erindi nr. 1706024., Eigendur Ásbjarnarness lnr. 220534 Anders Jón Fjellheim kt.101049-2139 og Rannveig Guðmundsdóttir kt. 070535-4759, sækja með erindi mótteknu 6. október sl. um leyfi fyrir eftirtöldum framkvæmdum: Uppfyllingu skurða samtals 1700 metrar og myndun tjarna ásamt uppsetningu á 18 m2 vinnuaðstöðu á framkvæmdatíma. Framkvæmdatími uppfyllingar skurða og myndun tjarna ásamt frágangi verður  frá 15. júlí til 15. október 2018. Meðfylgjandi er yfirlitsuppdráttur, afstöðumynd og samþykki eigenda. Framkvæmdin verður unnin eftir leiðbeiningum frá Landgræðslu ríkisins.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá framkvæmdaleyfinu.

 

Tekið á dagsskrá:

6.Erindi nr. 1710007, 1710008 og 1710009. Stefán Árnason, kt. 020346-4269, sækir um fyrir hönd lóðarhafa, byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóðum nr. 16, 18 og 20 við Lindarveg. Landnúmer lóðanna eru, í sömu röð,: 225111, 225112, 225113. Húsin eru parhús sem standast kröfur til íbúðarhúsa. Grunnflötur hvers parhúss er tæplega 100 m2. Vegna lögunar byggingarreita ná tvö húsanna út fyrir byggingarreit. Minnsta bil milli hús verður þannig 17,5 m í stað 20,0 m.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir afstöðumyndirnar og vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúa.

7.Erindi nr. 1710002. Sveðjustaðir viðbygging. Margrét Cassaro, kt. 100572-5169 sækir um f.h. Gunnars Péturssonar  kt. 240156-3269 eiganda með erindi mótt. 4. október s.l. um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús mhl. 02 að Sveðjustöðum lnr. 144159. Um er að ræða Trimo íbúðargáma sem raðað er saman og klæddir að utan með timbri.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og vísar því til byggingafulltrúa.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?