289. fundur

289. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. nóvember 2017 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Unnsteinn Ó Andrésson, Hallfríður Ó Ólafsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

 

  1. Erindi nr. 1710014. Brandagil, niðurrif á fjárhúsum og hlöðu.
  2. Erindi nr. 1710045. Stofnun lóðar úr Kollsá 1.
  3. Erindi nr. 1507015. Norðurbraut 22A, nýjar teikningar.
  4. Erindi nr. 1711001. Garðavegur 31, nýtt einbýlishús.

 

Tekið á dagskrá:

5.Erindi nr. 1711002. Þjóðlenda, Haukagilsheiði og Lambatungur.

6.Erindi nr. 1711003. Þjóðlenda, Víðidalstunguheiði.

7.Erindi nr. 1711005. Sauðá, stofnun tveggja lóða.

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1710014. Gísli Jón Magnússon, kt. 101275-3969, fyrir hönd 12H13 ehf, kt. 610613-1600, sækir með erindi dags. 9.10.2017, um leyfi til að rífa fjárhús, mhl.: 05, 09 og 10 ásamt hlöðu mhl.: 06, á jörðinni Brandagili í Hrútafirði, lnr. 144019.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

2.Erindi nr. 1710045. Lilja Kristín Ólafsdóttir, kt. 280570-3389, f.h. Jóhanns Ragnarssonar, kt. 180770-3729 og Sigurðar Kjartanssonar, kt. 080673-5319, sækir með erindi dags. 17.07.2017 um stofnun lóðar út úr jörðinni Kollsá 1 í Hrútafirði. lnr. 142204. Lóðin óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Lilju Kristínu. Lóðin fær heitið Kollsá 5 og landnúmerið 226122.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar sem vafi leikur á landamerkjum milli Kollsár 1, 2 og 3. Byggingarfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjendum.

3.Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A. Innkomnar nýjar teikningar. Áður á dagskrá 279. fundar skipulags- og umhverfisráðs og 16. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 9. mars 2017.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindi umsækjenda þar sem enn vantar staðfestingu hönnuðar um brunamótstöðu innveggja og endanlegar útlitsteikningar.

 4.Erindi nr. 1711001. Stefán Árnason, kt. 020346-4269, fyrir hönd Guðlaugar Sigurðardóttur, kt. 310745-2009 og Hjálmars Pálmasonar, kt. 220247-4579, sækir með erindi dags. 1.11.2017, um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi með bílgeymslu á lóðinni Garðvegur 31. Meðfylgjandi eru uppdrættir númer 2017-034 100 og 101 eftir Stefán Árnason byggingafræðing.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

Tekið á dagsskrá:

5.Erindi nr. 1711002. Með bréfi dagsettu 1. nóvember 2017 sækir Regína Sigurðardóttir, fyrir hönd Íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í umboði forsætisráðherra, um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/200, með síðari breytingum. Fasteign sú, Landsvæði sunnan Haukagilsheiðar og Lambatungna - vesturhluti, sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013, dags. 19. desember 2014.

Afmörkun þjóðlendunnar: Frá Réttarvatnstanga er línan dregin beina sjónhendingu austur undir Bláfell og þaðan norður heiðina eins og vötnum hallar í sveitarfélagamörk Húnaþings vestra og Húnavatnshrepps. Sveitarfélagamörkum er fylgt til suðurs í sveitarfélagamörk Húnaþings vestra og Borgarbyggðar sem síðan er fylgt til vesturs að upphafspunkti í Réttarvatnstanga.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun fasteignarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Erindi nr. 1711003. Með bréfi dagsettu 1. nóvember 2017 sækir Regína Sigurðardóttir, fyrir hönd Íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í umboði forsætisráðherra, um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/200, með síðari breytingum. Fasteign sú, Landsvæði sunnan Víðdalstunguheiðar, sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013, dags. 19. desember 2014.

Afmörkun þjóðlendunnar: Upphafspunktur er í Réttarvatnstanga. Frá honum er línan dregin til norðurs í Geiraldsgnýpu og áfram í sömu stefnu í Fitjá. Þaðan er Fitjá fylgt til austurs allt til fremstu upptaka. Frá fremstu upptökum Fitjár er lína dregin beina stefnu í fremstu upptök Sandfellskvíslar og henni fylgt til suðurs í línu sem er dregin suður heiðina eftir því sem vötnum hallar til vesturs þar til komið er vestur fyrir Bláfell. Frá þeim stað ræður bein sjónhending í upphafspunkt í Réttarvatnstanga.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun fasteignarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Erindi nr. 1711005. Ellert Gunnlaugsson, kt. 011055-2149, sækir með erindi dags. 2.11.2017 um stofnun tveggja lóða úr landi Sauðár, lnr. 144496. Annars vegar verði stofnuð lóð utan um íbúðarhús mhl. 13 og eldra íbúarhús mhl. 02 ásamt áföstum húsum, mhl.: 03, 07, 08 10, og 11.  Lóðin fær heitið Sauðá 2 og landnúmerið 226100.  Hins vegar verði stofnuð lóð sem fær heitið Sauðá 1 og landnúmerið 226099. Á lóðinni er afmarkaður byggingarreitur. Lóðirnar óskast leystar út landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram jörðinni Sauðá.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin og einnig byggingarreit á lóðinni Sauðá 1.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?