301. fundur

301. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 11. september 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

1.      Erindi nr. 1806026. Hvoll lóð nr. 26, bátaskýli.

2.      Erindi nr. 1809007. Þorkelshóll II, niðurrif húsa.

3.      Erindi nr. 1809002. Neðri Torfustaðir, stofnun lóðar.

4.      Kynning á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa Húnaþings vestra um veitingu byggingarleyfis fyrir veiðihúsi á lóðinni Þúfu í landi Refsteinsstaða II.

Tekið á dagskrá:

 

Afgreiðslur:

1.   Erindi nr. 1808026. Byggingarfulltrúi sendi lóðarhafa Hvols lóðar nr. 26 bréf vegna óleyfisframkvæmdar þann 24. ágúst sl. vegna byggingarframkvæmda á bakka Vesturhópsvatns. Þar er að rísa bátaskýli og er burðargrindin risin. Húsið er í ósamræmi við deiliskipulag svæðisins sem gerir ráð fyrir greiðri leið gangandi fólks meðfram vatninu. Miðað við línu sem dregin er á deiliskipulagsuppdrættinum meðfram vatnsbakkanum þá þarf að vera hindrunarlaust svæði um 5-10 m frá vatnsbakka.  Skipulagsreglugerð sem nú er í gildi kveður á um eftirfarandi: „Utan þéttbýlis skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra“.  Byggingarfulltrúi lagði fram yfirlit um hús við Vesturhópsvatn sem standa nær vatninu en 50 metra.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að finna ásættanlega lausn í samráði við landeigendur og lóðarhafa.

2.    Erindi nr. 1809007. Erindi þar sem Axel G. Benediktsson, kt. 180364-5369, sækir fyrir hönd Ísteka ehf, kt. 611200-3150, eiganda Þorkelshóls II, lnr. 144647, um leyfi til að rífa eftirtalin hús: Fjós mhl 04, hlaða mhl 07, votheysgryfja mhl 08 og geymsla mhl 09.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

3.    Erindi nr. 1809002. Erindi þar sem þinglýstir eigendur Neðri-Torfustaða, lnr. 144144, sækja um leyfi til að skipta spildu úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur. Landspildan fær staðfangið Neðri-Torfustaðir II og landnúmerið 227354. Spildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Neðri-Torfustöðum. Á spildunni stendur íbúðarhús, mhl. 22.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

4.    Byggingarfulltrúi lagði fram niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa Húnaþings vestra um veitingu byggingarleyfis fyrir veiðihúsi á lóðinni Þúfu í landi Refsteinsstaða II.

Kynningin gefur ekki tilefni til ályktunar.

 

Fundargerðir 24., 25. og 26. afgreiðslufunda byggingarfulltrúa frá 2. og 23. ágúst og 10. september, lagðar fram til kynningar.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:58

Var efnið á síðunni hjálplegt?