Dagskrá:
- Erindi nr. 1810021. Tjarnarkirkja, afmörkun lóðar.
- Erindi nr. 1809050. Syðri-Vellir, „stöðuhýsi“.
- Erindi nr. 1803061. Bakkatún 4, fyrirspurn um húsgerð og mænisstefnu.
- Erindi nr. 1810061. Sindrastaðir, breyting á veitingasal í gistiskála.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 1806003. Magnea V. Svavarsdóttir, sækir fyrir hönd Ríkiseigna kt. 690981-0259, um leyfi til að afmarka 3.000 m2 lóð um kirkjugarð og kirkju að Tjörn á Vatnsnesi. Lóð kirkjunnar, sem áður var án flatarmáls, heldur landnúmeri, L144580. Stækkun lóðarinnar skoðast sem landskipti út úr jörðinni Tjörn L144579. Ríkissjóður Íslands er eigandi Tjarnar. Ríkissjóður Íslands er skráður umráðandi Tjarnarkirkju skv. fasteignaskrá.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti landskiptin og afmörkun lóðarinnar .
2. Erindi nr. 1809050. Erindi þar sem Ingunn Reynisdóttir, kt. 220567-3039, f.h. Dýrin mín stór og smá ehf, kt. 670505-1030, óskar eftir að koma fyrir 4 x 12 m „stöðuhýsi“ á jörðinni Syðri-Völlum, lnr. 144503. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir reit fyrir stöðuhýsið.
Bent er á að reiturinn er að hluta til innan landeignarinnar Syðri-Valla lóðar 1, L205089. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki eigenda jarðarinnar, en samþykki eiganda lóðarinnar vantar. Þar sem „stöðuhýsið“ er flutt inn til landsins sem farartæki, e.vehicle, fellur umsóknin undir stöðuleyfi fyrir lausafjármuni. Um stöðuleyfi er fjallað í gr. 2.6.1. og gr. 2.6.2. byggingarreglugerðar. Sjá einnig leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um þá grein.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi að fengnu samþykki eiganda Syðri-Valla lóðar. Ráðið bendir á að stöðuleyfi eru veitt til eins árs í senn.
3. Erindi nr. 1803061. Erindi þar sem Luis Augusto Aquino og Jessica Faustini Aquino leggja fram frumhugmyndir að íbúðarhúsi á lóðinni Bakkatúni 4 sem þeim var úthlutað í vor. Íbúðarhúsið er 87,5 m2 timburhús sem flutt verður á staðinn í heilu lagi. Mænisstefna er austur-vestur.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við mænisstefnu eða staðsetningu hússins á lóðinni enda samræmist það byggingarskilmálum gildandi deiliskipulags.
4. Erindi nr. 1810061. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Sindrastaða ehf, kt. 610313-0940, um leyfi til að nota „Sal / Kennslustofu í Sindrastöðum sem gististað í flokki II – gististað án veitinga. Tegund gistingar: d) Gistiskáli- Hostel: gestafjöldi 6 manns. Gistingin er í einu rými. Sjá meðfylgjandi teikningu; 180802-LM1301 móttekin 1.11.2018. Flóttaleiðir eru þrjár. Ein er beint út á pall en hinar 2 eru inní reiðhöllina úr báðum endum rýmisins. Gistiskálinn er ekki sérstakt brunahólf því gler í gluggum að reiðhöll er ekki F-gler heldur tvöfalt K-gler 4 og 6 mm þykkt. Hurðir að reiðhöll eru reykþéttar álhurðir en ekki með þensluborða.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta notkun með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:35