306. fundur

306. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir og Guðjón Þórarinn Loftsson.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.        Erindi nr. 1901011 og -12. Lindarvegur 1 og 5, skipulagsmál.
  2.        Erindi nr. 1902009. Kirkjuvegur 1, grunnskóli, kynning á skipulagsbreytingu.
  3.        Erindi nr. 1902003. Norðurbraut 24, stækkun á frystigeymslum sláturhúss.
  4.        Erindi nr. 1612012. Húksheiði, þjóðlenda. Nýr uppdráttur.
  5.       Erindi nr. 1711005. Sauðá 1, breyting á skilgreiningu lóðar.
  6.       Erindi nr. 1901047. Efri-Þverá II, stofnun lóðar.
  7.       Erindi nr. 1901033. Tjörn og Tjörn 2, afmörkun jarða.
  8.       Erindi nr. 1809077. Þorkelshóll 2, rif íbúðarhúss.
  9.       Hvítserkur, aðkomustigi, kynning.

 

Afgreiðslur:

  1.       Erindi nr. 1901011 og -12. Kynntar hugmyndir Hoffells ehf, kt. 500118-0670, um byggingu raðhúsa á lóðunum Lindarvegi 1 og 5. Um er að ræða annars vegar byggingu fjögurra íbúða raðhús á, Lindarvegi 1 (lóð R1). Húsið er innan byggingarreits og uppfyllir skilyrði um byggingarmagn. Varðandi útlit þá er þeim kröfum í skilmálum mætt með því að brjóta upp útlit hússins með efnisvali, skjólveggjum og inndregnum inngöngum. Ekki er um bílgeymslu að ræða, en þess í stað er íbúðum fjölgað um eina á lóðinni.

Hins vegar er um að ræða byggingu tveggja þriggja íbúða raðhúsa, alls 6 íbúðir, á Lindarvegi 5 (lóð R2). Húsin rúmast innan byggingarreits og uppfylla skilyrði um byggingarmagn. Varðandi útlit þá er þeim kröfum í skilmálum mætt með því að brjóta upp útlit hússins með efnisvali, skjólveggjum og inndregnum inngöngum. Ekki er um bílgeymslu að ræða, en þess í stað er íbúðum fjölgað um eina á lóðinni.

Uppröðun og fjöldi íbúða beggja lóða víkur aðeins frá skipulagsuppdrætti en er ekki tilgreindur í greinargerð. Í greinargerð er einnig kveðið á um að forðast skuli einsleita einingu/lengju.

 

Skipulags- og umhverfisráð telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna fjölgunar íbúðareininga og samþykkir að grenndarkynna tillöguna eigendum og íbúum við Lindarveg 10, Lindarveg 14 og Lindarveg 16-28. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að málsmeðferð fari fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.       Erindi án nr. Ína Björk Ársælsdóttir fyrir hönd umhverfissviðs óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir skólareit þar sem gert er ráð fyrir byggingarreitum, aðkomuleiðum og skipulagi á svæðinu þar sem leikskóli, grunnskóli og íþróttamannvirki eru. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla og tengingu við íþróttahús og leikskóla.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að hafin verði vinna að nýju deiliskipulagi fyrir lóðir og tengingu skóla og íþróttamiðstöðvar.

 3.       Erindi nr. 1902003. Davíð Gestsson kt. 171264-4489 sækir með erindi mótteknu 6. febrúar 2019, fyrir hönd Sláturhúss KVH, kt. 590106-0970, um leyfi til að byggja nýja frystigeymslu við norðurenda sláturhússins. Stækka þarf byggingarreit um 12 metra til norðurs og nýtingarhlutfall breytist úr 0,30 í 0,31. Lögð er áhersla á að yfirbragð og frágangur lóðar og umgengni á svæðinu taki mið af nálægð við opið svæði við Ytri Hvammsá. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna viðbygginguna.

Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í hugmyndir umsækjanda. Afmarka þarf hæfilegan byggingarreit fyrir frystigeymsluna og grenndarkynna hann sem minniháttar breytingu á deiliskipulagi Austan Norðurbrautar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna tillöguna fyrir eigendum og íbúum við Norðurbraut 22a, Hlíðarveg 24, Hlíðarveg 25, Melaveg 17, Melaveg 18, Hjallaveg 18, Hvammaveg 2, Bakkatúni 1, Bakkatúni 2 og Ytri-Árbakka og að málsmeðferð fari fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4.    Erindi nr. 1612012. Regína Sigurðardóttir leggur, fyrir hönd íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í

      umboði forsætisráðherra, inn leiðréttan uppdrátt af þjóðlendunni Húksheiði, L144081. Breytingin
felst í leiðréttingu á texta. Leiðréttingin er minniháttar og málið tekið fyrir til að tryggja rekjanleika. Áður á dagskrá 304. fundar ráðsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppdráttinn.

 5.    Erindi nr. 1711005. Guðni Ellertsson, sækir með bréfi dagsettu 12.01.2019 um breytingu á skráningu lóðar sinnar, Sauðá 1, L226099, úr íbúðarhúsalóð í frístundalóð. Vísað er í aðalskipulag Húnaþings vestra, kafla 3.2.1, þar sem fjallað er um byggingar á landbúnaðarsvæðum þ.m.t. frístundahús. Á lóðinni er byggingarreitur sem heldur sér og staðfangið Sauðá 1 heldur sér áfram.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta skráningu lóðarinnar.

 

6.    Erindi nr. 1901047. Ingibjörg G. Geirsdóttir, kt. 221258-5419 og Jóhann Baldursson, kt. 070256-3719, sækja með bréfi dags. 16.01.2019, um heimild til að stofna lóð úr landi Efri-Þverár II umhverfis íbúðarhús jarðarinnar, samkvæmt hnitsettum afstöðuuppdrætti, EÞ0701, dags. 16. janúar  gerðum af Bjarna Þór Einarssyni. Lóðin sem er 3075 m2, fær landnúmerið L228030 og staðfangið Efri-Þverá IIA .

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

 

7.    Erindi nr. 1901033. Marvin Ívarsson f.h. Ríkiseigna óskar með bréfi dagsettu 14. janúar 2019 eftir staðfestingu á skiptum og mörkum á milli ríkisjarðanna Tjörn L144581 og Tjörn 2, L144579, ásamt lóð undir Tjarnarkirkju, L144580, 3000 m2.  

Lóðarmörk Tjarnarkirkju hafa áður verið staðfest. Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar til landamerki við Egilsstaði og Tungu hafa verið staðfest.

 8.    Erindi nr. 1809007 Erindi þar sem Axel G. Benediktsson, kt. 180364-5369, sækir fyrir hönd Ísteka ehf, kt. 611200-3150, eiganda Þorkelshóls II, L144647, um leyfi til að rífa íbúðarhús; mhl 03. 

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinnar byggingar. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

 

9.  Hvítserkur, aðkomustigi, kynning.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?