Dagskrá:
- Erindi nr. 2003088. Hrútatunga, breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi .
- Erindi nr. 1909034. Umferð í þéttbýli.
- Erindi nr. 2009068. Bakkatún 6, stækkun byggingarreits.
Erindi tekið á dagskrá:
Bréf frá Kristínu Ólafsdóttur og Aðalsteini Grétari Guðmundssyni.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2003088. Skipulagsmál. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra og tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Landsnets í Hrútatungu. Tillögurnar voru auglýstar sbr. 31 gr. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010 frá 1. ágúst 2020 – 13. september 2020. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra sem voru án athugasemda, engar aðrar athugasemdir bárust.
Skiplags- og umhverfisráð samþykkir tillögurnar.
2. Erindi nr. 1909034. Lögð er fram tillaga að breytingum á núgildandi reglum um umferð í þéttbýli í Húnaþingi vestra sem settar eru samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Pétur Arnarsson leggur fram tillögu að endurskoðuðum reglum. Núgildandi reglur voru samþykktar í sveitarstjórn 14. júní 2012.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurskoðaðar tillögur.
3. Erindi nr. 2009068. Byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á byggingarreit á lóðinni Bakkatúni 6, L211558. Lagt er til að reiturinn stækki til vesturs um 3 m. (Húsið snýr austur vestur. Húsið Bakkatún 8 er 0,5 m frá norðurlóðarmörkum og húsið á lóðinni Bakkatúni 4 er teiknað 3,4 m frá suðurlóðarmörkum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breyttum byggingarreit og að hún nái til lóðarhafa eftirtalinna lóða: Bakkatún 4 og Bakkatún 8.
Tekið á dagskrá:
Bréf frá Kristínu Ólafsdóttur og Aðalsteini Grétari Guðmundssyni varðandi erindi 2008032 á 324. fundi Skipulags- og umhverfissráðs, þar sem þau óska eftir frekari upplýsingum varðandi afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur formanni að svara bréfinu.
Lagt fram til kynningar:
Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 58 og 59.
Hugmyndir af göngustígalýsingu meðfram Syðri Hvammsá. Ína Björk kynnti.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:15