Dagskrá:
- Erindi nr. 2201002. Reynhólar, niðurrif bygginga.
- Erindi nr. 2201008. Neðri-Torfustaðir, stofnun lóðar.
- Erindi nr. 2112044. Efra-Vatnshorn, byggingarheimild.
- Erindi nr. 2201016. Lindarvegur 8, fyrirspurn.
- Erindi nr. 2201019. Landsnet, framkvæmdaleyfi.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2201002. Jóhannes Björnsson, kt. 010130-4179, sækir um leyfi til að rífa mhl.02-íbúðarhús, mhl.13-bogaskemmu og mhl.14-fjárhús á Reynhólum lnr. 144145.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.
2. Erindi nr. 2201008. Þinglýstir eigendur Neðri-Torfustaða, lnr. 144144, sækja um leyfi til að skipta spildu úr landi jarðarinnar samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. kt. 490715-0960. Á spildunni stendur íbúðarhús, mhl.14.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
3. Erindi nr. 2112044. Halldór Líndal Jósafatsson, kt. 120368-5249, sækir um byggingarheimild fyrir endurbyggingu útihúsa á Efra-Vatnshorni, lnr. 144461, samkvæmt innlögðum uppdráttum gerðum af Ívari Haukssyni, kt. 110383-5339.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.
4. Erindi nr. 2201016. Lögð fram fyrirspurn Rúnars Kristjánssonar, kt. 030365-4969, dags. 6. janúar 2022 um byggingu íbúðarhúsnæðis á tveimur hæðum á lóðinni að Lindarvegi 8. Um er að ræða húsnæði þar sem aðalhæð er 260fm. auk 102,4fm. kjallara. Fyrir fundinum liggja teikningar frá Sveini Ívarssyni arkitekt dagsettar 5. janúar 2022.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka erindið til frekari skoðunar, m.a. á grundvelli skipulags og lagnatenginga.
5. Erindi nr. 2201019. Sigurjón Einarsson, f.h. Landsnets hf. kt. 580804-2410, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vörnum gegn landbroti í Hrútafjarðará samkvæmt innlögðum uppdrætti frá Landgræðslu ríkisins. Áætlað efni í framkvæmdina er 800 rúmmetrar og verður efni tekið úr námum við Valdasteinsstaði, E-6 í aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út enda liggi fyrir leyfi landeigenda, veiðifélags, Fiskistofu og jákvæð umsögn Hafrannsóknastofnunar. Ráðið bendir á að skrá þarf efnistöku úr námum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00