1. Breyting á aðalskipulagi Húnaþing vestra 2014-2026 - 2211010
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 þar sem breytt er
landnotkun, stækkaðir reitir eða endurskilgreind landnotkun á nokkrum stöðum innan
Hvammstanga. Deiliskipulagsbreytingar verða unnar samhliða aðalskipulagi og verða
tillögurnar auglýstar samtímis. Breytingarsvæðin eru á nokkrum stöðum innan
Hvammstanga. Annars vegar er að ræða breytingu á íbúðarbyggð ÍB 9 við Lindarveg og hins vegar
breytingar á íbúðarbyggð Í7 sunnan við Eyri og tilfærsla á landnotkunarreit AT3. Íbúðarsvæðið við Lindarveg er í uppbyggingu og eru þar risin nokkur íbúðarhús. Svæðið er skv. núgildandi skipulagi
skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð en með þessari breytingu er verið að fella þá
skilgreiningu niður. Svæðið sunnan og norðan við Eyri þar sem breytingin nær til, eru að
mestu tún og beitarlönd og byggt hefur verið á öllum fjórum lóðunum á svæði ÍB7.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á
aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Breyting á deiliskipulagi - Búland - 2302011
Deiliskipulag austan Norðurbrautar var samþykkt í sveitarstjórn þann 11.03.1999 með
breytingum árið 25.03.2010.Fyrir liggur tillaga að breytingum á deiliskipulagi við
Eyrarland 2-6 athafnalóðum og að þeim verði breytt í íbúðarlóðir og lóð Höfðabrautar
verði minnkuð til að koma fyrir gangstétt. Lóðum við Eyrarland 2-6 verður breytt í íbúðarlóðir þar sem heimilt verður innan hverrar lóðar að reisa 1-2 hæða einbýlishús, auk vinnustofu og gestahús.
Hámarksbyggingarmagn er 750m² með hámarksmænishæð 7m. Lóð Höfðabrautar 36
verður minnkuð til að koma fyrir gangstétt og kvöð um gróður til þess að minnka ásýnd á
athafnalóðir. lóðarhafar Lóða innan skipulagssvæðisins skulu ávalt huga að lóð sinni
og halda þeim sem snyrtilegastri svo enginn hætta stafi að búnaði og munum innan
hennar né sé öðrum til ama.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á
deiliskipulaginu skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
3. Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar - 2302012
Deiliskipulag austan Norðurbrautar var samþykkt í sveitarfélaginu Húnaþing vestra þann
12.04.2012. Um er að ræða fimmtu breytingu á deiliskipulaginu þar sem fyrirhugað er að
breyta skilmálum á svæðinu við Lindarveg. Markmiðið með breytingu er að auðvelda
byggingu á þessum lóðum og nýta lóðirnar betur þar sem um nokkurn hæðarmun er að ræða og fella
húsin betur að landi, einnig eru breyttir skilmálar á fjórum lóðum fyrir frístundahús ásamt nokkrum
lagfæringum á byggingarreitum. Áhrif breytinganna eru óveruleg. Breytingarnar hefa jákvæð áhrif á frágang við lóðir þar sem þetta einfaldar frágang vegna hæðarmunar. Breytingin nær yfir lóðir sem eru
óbyggðar og hverfið er fyrir ofan núverandi byggð og hefur því óveruleg sjónræn áhrif
fyrir aðra íbúa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á
deiliskipulaginu skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Breyting á deiliskipulagi - Hvammstangahafnar - 2302013
Fyrirhugað er að stækka byggingarreit við Brekkugötu 4. Byggingarmagn lóðarinnar er
breytt þar sem nýtingarhlutfall fer úr 0,3 í 0,4. Umhverfisáhrif tillögunnar eru óveruleg, aðeins verið að bæta byggingarmagni úr 0.3 í 0.4 við lóð Brekkugötu 4 Hvammstanga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.
2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Grenndarkynna þarf fyrir eigendum Brekkugötu 2,3,4,4a,5 og Höfðabraut 6.
5. Bólstaðir, umsókn um stofnun vegsvæðis. - 2302003
Vegagerðin sækir um stofnun vegsvæðis úr landi Bólstaðs, L144459. Stærð vegsvæðis er
8.776 fm .
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar á
Bólstað sem fær heitið Bólstaður vegsvæði.
6. Óskipt land Ytri-Ánastaða og Bólstaða, umsókn um stofnun vegsvæðis. -2302004.
Vegagerðin sækir um stofnun vegsvæðis úr óskiptu landi Ytri-Ánastaða, L 144477 og
Bólstaðs L144459. Heildarstærð vegsvæðis er 15.300 fm, 7.650 fm úr Ytri-Ánastöðum og
7.650 fm úr Bólstað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar á Ytri-Ánastöðum og Bólstað sem fær heitið Bólstaður vegsvæði.
7. Teigagrund 6, umsókn um rekstrarleyfi. - 2302005.
Jógahús Pálínu ehf, sækir um rekstrarleyfi fyrir rekstur gistiheimilis í flokki II-C minni
gistiheimili.
Skipulags- og umhverfisráðleggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna
deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um íbúðarlóðir
er að ræða.Grenndarkynna þarf fyrir eigendum Teigagrundar 4,5 og 8.
8. Svalbarð 2, umsókn um byggingarheimild. - 2302009.
Hindisvík ehf, sækir um byggingarheimild fyrir 60,1 m² frístundarhúsi á Svalbarði 2L234572.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá
grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna
skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Byggingarfulltrúa
falið að vinna málið áfram.