364. fundur

364. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. janúar 2024 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður,
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður,
Fríða Marý Halldórsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, aðalmaður. 

Óskar Már Jónsson boðaði forföll og engin varamaður kom í hans stað. 

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Elísa Ýr Sverrisdóttir. 

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Víðihlíð - tilkynnt framkvæmd. - 2401001

Húsnefnd Víðihlíðar tilkynnir að fyrirhugað er að klæða norðurvegg eignarinnar með álklæðningu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í fyrirhugaða framkvæmd.

   

2. Mýrar og Efri-Svertingsstaðir, umsókn um breytta notkun húsnæðis. - 2312029

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson sækir um breytta notkun á Efri-Svertingsstöðum F2133310 mhl 02 og Mýrum F2133458 mhl 02.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytta notkun á Efri-Svertingsstöðum F2133310 mhl 02 og Mýrum F2133458 mhl 02.

Var efnið á síðunni hjálplegt?