Oddviti setti fund.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
1. Byggðarráð - 1224 - 2409003F
1.1 2409024 - Beiðni um launalaust leyfi
1.2 2409031 - Boð á 8. haustþing SSNV
1.3 2409032 - Endurnýjun bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
1.4 2212015 - Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 30
1.5 2212016 - Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 32
1.6 2409033 - Fundargerð 465. fundar Hafnasambands Íslands frá 9. september 2024
1.7 2407056 - Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
2. Byggðarráð - 1225 - 2409005F
2.1 2409049 - Þjónustusamningur um rekstur samþættrar heimaþjónustu fyrir aldraða
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.2 2408018 - Uppbygging íbúðarhúsnæðis í samstarfið við Brák íbúðafélag hses.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.3 2409045 - Göngustígur á Laugarbakka
2.4 2409050 - Yfirtaka Leigufélagsins Bríetar á eignum í samræmi við viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.5 2409051 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Melstaðarvegar
2.6 2409041 - Boðun hafnasambandsþings 2024
2.7 2409042 - Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2024
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
3. Byggðarráð - 1226 - 2409009F
3.1 2408023 - Fjárhagsáætlun 2025 - Styrkbeiðnir
3.2 2408023 - Fjárhagsáætlun 2025 - Fjárfestingar
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
4. Byggðarráð - 1227 - 2409007F
4.1 2409053 - Styrktarsamningur vegna Elds í Húnaþingi
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.2 2409052 - Beiðni um framlengingu leigusamnings, Garðavegur 18 efri hæð
4.3 2409054 - Erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.4 2409063 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
4.5 2409070 - Rafmagnsrof frá aðveitustöð við Hrútatungu í september 2024
4.6 2409084 - Beiðni um leigu á Garðavegi 18 neðri hæð
4.7 2409055 - Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
4.8 2409064 - Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um námsgögn, mál nr. 222.
4.9 2409065 - Umsagnarbeiðni um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, mál nr. S-1812024
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
5. Byggðarráð - 1228 - 2410001F
5.1 2409091 - Lokaskýrsla Elds í Húnaþingi 2024
5.2 2410012 - Blakfélagið Birnur - Umsókn um styrk
5.3 2408030 - Ráðning slökkviliðsstjóra
5.4 2410003 - Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
5.5 2410001 - Stafræn byggingarleyfi - einn staður fyrir byggingarleyfi
5.6 2410013 - Samantekt um urðaðan úrgang hjá Norðurá bs
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.
6. Byggðarráð - 1229 - 2410002F
6.1 2408023 - Fjárhagsáætlun 2025
6.2 2409017 - Viðverustefna Húnaþings vestra
6.3 2409030 - Sala á Hlíðarvegi 25
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.4 2410015 - Umsókn um styrk árið 2025
6.5 2410019 - Umsókn um lóð - Lindarvegur 1A
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður fræðsluráðs kynnti fundargerðina.
7. Fræðsluráð - 248 - 2409006F
7.1 2409060 - Tónlistarskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025
7.2 2409059 - Leikskólinn Ásgarður - starfið 2024-2025
7.3 2409061 - Menntastefna Húnaþings vestra
7.4 2409058 - Grunnskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025
7.5 2409057 - Skólabúðirnar að Reykjum - starfið 2024-2025
7.6 2310067 - Fundargerðir farsældarteymis
7.7 2401004 - Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður landbúnaðarráðs kynnti fundargerðina.
8. Landbúnaðarráð - 213 - 2409010F
8.1 2406059 - Svar Vegagerðarinnar vegna afgreiðslu umsóknar um fjármagn til viðhalds styrkvega
8.2 2409085 - Vetrarveiði á ref veturinn 2024/2025
8.3 2409086 - Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti kynnti fundargerðina.
9. Félagsmálaráð - 257 - 2409008F
9.1 2310067 - Fundargerðir farsældarteymis
9.2 2409068 - Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi - gerð samnings um samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar
9.3 2409063 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
9.4 2408031 - Úthlutun íbúðar 101 í Nestúni
9.5 2310068 - Gott að eldast
9.6 2401004 - Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
9.7 2409083 - Starfsáætlun fjölskyldusviðs 2025
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerðina.
10. Skipulags- og umhverfisráð - 370 - 2409011F
10.1 2406007 - Búland, breyting á deiliskipulagi.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.2 2406008 - Austan Norðurbrautar, breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna framkominnar ábendingar frá Vegagerðinni".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.3 2409090 - Kvíslatunguvirkjun, umsagnarbeiðni.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.4 2307010 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.5 2408003 - Gilsbakki og Árbakki, hnitsetning lóða.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.6 2409011 - Pétursstaðir, umsókn um byggingarleyfi.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.7 2409089 - Tómasarbær, fyrirspurn um byggingarlóð.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.8 2410006 - Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.9 2410009 - Laxárdalur 2, umsókn um byggingarheimild.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Gjaldskrár 2025 - 2408023
Gjaldskrár 2025 sem þarfnast tveggja umræðna í sveitarstjórn lagðar fram til afgreiðslu.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12. Fjárhagsáætlun 2025 - 2408023
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 14. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13. Fyrirspurn vegna fasteignagjalda - 2410016
Lögð fram fyrirspurn frá Kristínu Guðmundsdóttur varðandi fasteignagjöld og rekstur sveitarfélagsins ásamt undirskriftalista. Óskað er trúnaðar um undirskriftalistann.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
Við undirrituð, íbúar og eigendur fasteigna í Húnaþingi vestra, óskum eftir skýringum og rökum frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, fyrir háum fasteignagjöldum í sveitarfélaginu.
Hver er stefna og framtíðarsýn sveitarstjórnar í rekstri sveitarfélagsins með tilliti til álagningar fasteignagjalda? Hyggst sveitarstjórn leggja meiri álögur á eigendur fasteigna?
Verður tekið til í rekstri sveitarfélagsins og fasteignagjöld lækkuð?
Lögð fram tillaga að bókun:
„Sveitarstjórn þakkar áhugann á rekstri sveitarfélagsins og er bæði ljúft og skylt að svara fyrirspurnum íbúa nú sem endranær. Áður en þeim er svarað er farið stuttlega yfir samanburð á gjöldum ásamt samspili tekjustofna sveitarfélaga.
Samanburður fasteignagjalda á landsvísu
Á heimasíðu Byggðastofnunar er að finna mælaborð þar sem teknar eru saman uppýsingar um fasteignagjöld í byggðakjörnum um land allt. Er þar gengið út frá viðmiðunareign til að tryggja að gjöld séu borin saman á réttum forsendum og er sú eign einbýlishús sem er 161,1 m² og 476 m³ að stærð á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru síðan reiknuð út samkvæmt gildandi gjaldskrám viðkomandi sveitarfélaga. Mælaborðið gefur tækifæri til að skoða gjaldtöku á fasteignir brotið niður á gjaldaliði, þ.e. fasteignaskatta, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á mælaborðinu eru meðalfasteignagjöld á landinu á árinu 2024 án sorpgjalda 392 þúsund kr. en með sorpgjöldum 469 þúsund kr. Þegar litið er á fasteignagjöld í Húnaþingi vestra á mælaborði (á Hvammstanga) eru þau án sorpgjalda um 390 þúsund kr. eða rétt undir landsmeðaltali. Ef litið er til gjalda með sorpgjöldum eru þau um 490 þús kr. eða 4,5% yfir landsmeðaltali. Eins og kunnugt er hækkuðu sorpgjöld verulega á árinu 2023 þegar sveitarfélögum var gert óheimilt að niðurgreiða gjöldin sem leiddi til hækkunar heildargjalda nánast um allt land. Fram að því hafði Húnaþing vestra niðurgreitt kostnað við málaflokkinn um langt árabil um allt að 50% og með því lækkað álögur á fasteignir verulega.
Í ljósi framangreinds er því vísað á bug að álögur á fasteignir í Húnaþingi vestra séu óeðlilega háar í samanburði við önnur sveitarfélög eins og ítrekað hefur komið upp í umræðunni á undanförnum vikum. Samanburður verður að byggja á sömu forsendum og sömu gjaldaliðum en misjafnt er milli sveitarfélaga hvort sömu gjaldaliðir eru inni á álagningarseðli fasteignagjalda, stærð eigna getur verið breytileg, fasteignamat ólíkt o.s. frv.
Á mælaborði Byggðastofnunar má vissulega finna sveitarfélög þar sem heildarálagning í krónutölu er minni en í Húnaþingi vestra en þar er líka að finna sveitarfélög þar sem álagningin er hærri sem gjarnan helgast af ólíku fasteignamati viðkomandi eignar. Þó fasteignamat hafi farið hækkandi undarnafarin ár í Húnaþingi vestra eru engu að síður til þau sveitarfélög þar sem hækkunin hefur verið enn meiri sem hefur bein áhrif á upphæð gjalda.
Til glöggvunar fylgja hér nokkur dæmi um heildarálagningu, með sorpgjöldum, ásamt fasteignamati viðmiðunareignar Byggðastofnunar. Áhugasömum er bent á að skoða mælaborð Byggðastofnunar:
Kópavogur, Kórar Fasteignamat 112,4 millj. Heildarfasteignagjöld 396,899.-
Skagaströnd Fasteignamat 34,5 millj. Heildarfasteignagjöld 457,376.-
Grafarholt Fasteignamat 108,9 millj. Heildarfasteignagjöld 459,370.-
Búðardalur Fasteignamat 34,1 millj. Heildarfasteignagjöld 462,683.-
Hrafnagil Fasteignamat 59,4 millj. Heildarfasteignagjöld 472,898.-
Akureyri, efri brekka Fasteignamat 83,1 millj. Heildarfasteignagjöld 475,957.-
Hvammstangi Fasteignamat 40 millj. Heildarfasteignagjöld 490,379.-
Blönduós Fasteignamat 40,1 millj. Heildarfasteignagjöld 557,204.-
Sauðárkrókur Fasteignamat 59,8 millj. Heildarfasteignagjöld 609,445.-
Borgarnes Fasteignamat 62,2 millj. Heildarfasteignagjöld 634,979.-
Seltjarnarnes Fasteignamat 123,9 millj. Heildarfasteignagjöld 676,979.-
Tekjustofnar sveitarfélaga
Fasteignagjöld eru annar tveggja megin tekjustofna sveitarfélaga. Hinn stofninn er útsvar. Þegar tekjur sveitarfélaga eru skoðaðar þarf því að skoða báða stofnana í samhengi. Því miður er það svo að atvinnutekjur í Húnaþingi vestra eru með þeim lægri á landinu sem gerir það að verkum að útsvarstekjur sveitarfélagsins eru sömuleiðis með þeim lægstu pr. íbúa. Þegar miðað er við áætlaðar útsvarstekjur ársins 2024 fyrir tímabilið janúar - ágúst eru útsvartekjur pr. íbúa í nokkrum sveitarfélögum eftirfarandi (miðað við íbúafjölda 1. janúar 2024):
Dalabyggð 421,483.-
Húnaþing vestra 433,733.-
Húnabyggð 440,612.-
Borgarbyggð 449,235.-
Eyjafjarðarsveit 475,988.-
Skagafjörður 493,604.-
Dalvíkurbyggð 500,898.-
Skagaströnd 512,203.-
Akureyrarbær 520,312.-
Reykjavíkurborg 531,188.-
Kópavogsbær 563,341.-
Seltjarnarnes 590,739.-
Eins og sjá má eru útsvarstekjur pr. íbúa í Húnaþingi vestra næst lægstar af þeim sveitarfélögum sem hér eru talin til. Hefur það veruleg áhrif á heildartekjur sveitarfélagsins. Væru útsvarstekjur pr. íbúa í sveitarfélaginu þær sömu og á Skagaströnd væru útsvarstekjurnar 95 milljónum hærri fyrstu 8 mánuði ársins. Því er hér um verulegar fjárhæðir að ræða.
Þrátt fyrir lægri útsvarstekjur en víða annarsstaðar er þjónustustig í Húnaþingi vestra hátt og síst lægra en í þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við. Hefur það verið keppikefli sveitarstjórnar undanfarin ár að viðhalda því. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru þau sömu um allt land sama þó útsvarstekjur séu lágar og mörg þeirra afar kostnaðarsöm. Stóra verkefnið á komandi misserum hlýtur því að verða það að stuðla að uppbyggingu atvinnustarfsemi sem leið til að auka útsvarstekjur.
Samhliða þessu er sífellt verið að setja auknar kröfur á sveitarfélög og hefur verkefnum þeirra verið að fjölga. Til dæmis er krafa um gerð og eftirfylgni ýmissa stefna og áætlana, svo sem málstefnu, persónuverndarstefnu, þjónustustefnu og loftslagsstefnu. Jafnlaunavottun er lögbundin og kallar á reglulega endurskoðun. Krafa er gerð um stafræna þróun. Farsældarlög sem snúa að velferð barna hafa leitt af sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélög, bæði á grunn- og leikskólastigi. Ekki síst gera íbúar kröfur til sveitarfélagsins um þjónustu og ásýnd. Áfram mætti lengi telja.
Svör við fyrirspurn
Eins og fram hefur komið eru fasteignagjöld í Húnaþingi vestra í samræmi við meðaltal viðmiðunareignar Byggðastofnunar. Það er því ekki um það að ræða að gjöld í Húnaþingi vestra séu hærri en eðlilegt getur talist þó þau hafi vissulega hækkað með hækkuðu fasteignamati undanfarinna ára. Að sama skapi hefur verðmæti eigna í sveitarfélaginu aukist. Viðmiðunareignin var árið 2019 metin á 26,6 milljónir en árið 2024 40 milljónir sem skilar sér í hærri eignarhlut fasteignaeigenda í eignum sínum, er um að ræða 50% hækkun á 5 árum. Hér að framan hefur einnig verið sýnt fram á að hinn stóri tekjustofn sveitarfélagsins, útsvarið, er ekki að skila eins miklu og í þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við. Þrátt fyrir það eru fasteignagjöld í Húnaþingi vestra í kringum landsmeðaltal og jafnvel lægri en í sveitarfélögum sem hafa mun hærri útsvarstekjur pr. íbúa.
Árin í kjölfar heimsfaraldurs hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga. Há verðbólga og hátt vaxtastig hafa gert það að verkum að lántökur hafa ekki verið fýsilegar og fjármagnskostnaður verið íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Þó er skuldahlutfallið (skuldir sem hlutfall af tekjum) í Húnaþingi vestra aðeins 68% þegar hámark samkvæmt fjármálareglum er 150%. Á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs voru fjárfestingar settar í sögulegt lágmark, 35 milljónir, til að mæta auknum fjármagnskostnaði til að unnt væri að skila áætluninni réttu megin við núllið eins og reglur kveða á um og koma í veg fyrir enn hærri álögur og/eða skerðingu á þjónustu. Vinna við fjárhagsáætlun næsta árs stendur nú yfir og í fyrstu drögum hennar er gert ráð fyrir um það bil 7 sinnum meira fjármagni í fjárfestingar enda hefur safnast upp innviðaskuld í brýnum og kostnaðarsömum verkefnum. Auk eignfærðra fjárfestinga er gert ráð fyrir verulegum auknum fjármunum til rekstrar eigna og ber þar lang hæst áætlanir um endurbætur á götum og á gangstéttum, verkefni sem eru orðin afar brýn en hafa orðið að víkja í áætlunum fyrri ára.
Stefna sveitarstjórnar er og verður sú að leitast verði við að halda álögum á íbúa í lágmarki. Hins vegar verður reksturinn að ganga upp og það verður að vera hægt að ráðast í nauðsynleg viðhaldsverkefni án mikillar lántöku. Sífelld frestun slíkra verkefna getur orðið afar kostnaðarsöm. Skuldir sveitarfélagsins eru í dag um milljarður króna og hefur með aðhaldi í rekstri tekist að halda lántöku í lágmarki undanfarin ár. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð kr. 100 millj. og 79,9 millj.kr. fjármagnkostnaði m.v. 5,5% ársverðbólgu. Væri verðbólgan í 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans væri fjármagnskostnaðurinn kr. 46,5 millj.kr. Þrátt fyrir lántökuheimildina verður í lengstu lög reynt nýta hana ekki, en við það myndu sparast kr. 3,5 millj. í fjármagnskostnað árið 2024 og kr. 6,4 milljónir árið 2025 m.v. 4,5% ársverðbólgu og hærra vaxtastigs nýrra lána árið 2025 en á eldra lánasafni sveitarfélagsins. Áhrif þessa sparnaðar gætir næstu 12 ár sem er sá lánstími sem sveitarfélaginu stendur til boða. Peninga sem með þessu sparast er hægt að nota til góðra verka.
Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert er reksturinn rýndur ofan í kjölinn. Forstöðumenn fara í gegnum sína starfsemi og skoða hvar hægt er að hagræða og gera betur. Settar eru fram óskir um verkefni og fjárfestingar og metið með tilliti til stöðu sveitarsjóðs hvað hægt er að ráðast í. Þessu til viðbótar hafa einstaka svið og stofnanir verið rýnd sérstaklega með tilliti til verkefna og rekstrar með reglulegu millibili. Tiltekt í rekstri er því viðvarandi og eiga forstöðumenn stofnana þakkir skyldar fyrir sitt framlag í því verkefni. Ráðdeild í rekstri er stöðugt verkefni og má aldrei missa sjónar á því.
Allar lykiltölur sveitarfélagsins sýna að rekstur þess er í góðu jafnvægi. Undanfarin ár hafa verið sveitarfélögunum þung eins og fram hefur komið, sérstaklega þeim skuldsettustu, í kjölfar heimsfaraldurs og vegna hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Þrátt fyrir það er skuldahlutfallið skv. ársreikningi ársins 2023, 68,4% og lækkaði um rúm 15% frá árinu á undan. Vegna viðbyggingar við Grunnskólann hækkaði skuldahlutfallið nokkuð frá árinu 2019 og fór hæst í rúm 83% á meðan á því verkefni stóð með tilheyrandi auknum fjármagnskostnaði en hefur lækkað hratt síðan með skynsömum rekstri. Fjármuni sem hefðu annars farið í fjármagnskostnað er því nú hægt að nota til góðra verka.
Fyrir þau sem áhuga hafa á að rýna einstaka lykilstærðir í rekstri sveitarfélagsins er að finna mælaborð á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Þar er m.a. hægt að bera saman sveitarfélög.
Eins og fram hefur komið er það stefna sveitarstjórnar að halda álögum í lágmarki en að sama skapi verður að reka sveitarfélagið réttu megin við núllið og nægt fjármagn verður að vera til svo ráðast megi í nauðsynlegar framkvæmdir, bæði viðhalds- og nýframkvæmdir.
Óheimilt er samkvæmt fjármálareglum að skila fjárhagsáætlun með tapi. Því er gert ráð fyrir því í drögum að fjárhagsáætlun 2025 að álag fasteignagjalda verði óbreytt frá árinu 2024 en á móti verði ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir sem löngu eru orðnar tímabærar. Má þar nefna endurnýjun gatna og gangstétta eins og áður hefur komið fram, áframhaldandi framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga, endurnýjun dreifikerfis hitaveitu o.fl.
Vert er að taka fram að fjárhagsáætlun telst ekki samþykkt fyrr en að síðari umræða hefur farið fram.“
Tillaga að bókun borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14. Höfðabraut 27 - ósk um breytingu á notkun lóðar á aðalskipulagi 2014-2026 - 2403007
Höfðabraut ehf. hefur sótt um breytingu á aðalskipulagi sem felst í að breyta notkun lóðarinnar Höfðabraut 27 úr iðnaðarlóð (I-2) í verslunar- og þjónustulóð (VÞ). Áður á dagskrá 382. fundar sveitarstjórnar sem fram fór þann 13. júní sl. Málið hefur verið kynnt fyrir íbúum Hvammstangabrautar 34, 35, 37, 39, 43, og Höfðabrautar 25.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15. Reglur um stuðningsfjölskyldur - 2409063
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
16. Viðverustefna Húnaþings vestra - 2409017
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðverustefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
17. Ráðning slökkviliðsstjóra Brunarvarna Húnaþings vestra - 2408030
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Vals Freys Halldórssonar í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
18. Skýrsla sveitarstjóra - 2311018
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.