Byggðarráð

1189. fundur 18. september 2023 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
  • Magnús Magnússon formaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skógræktin - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar.

Málsnúmer 2309034Vakta málsnúmer

Byggðarráð þakkar Skógræktinni erindið og tekur undir þau meginsjónarmið sem þar koma fram um varðveislu grænna svæða innan byggðar.

2.Árshlutauppgjör málefni fatlaðs fólks.

Málsnúmer 2309030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun þessa viðkvæma málaflokks og skorar á ríkisvaldið að bæta þar úr hið fyrsta.

3.Málefni fatlaðra Ársskýrsla árið 2022.

Málsnúmer 2309029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Haustþing SSNV 12. október 2023.

Málsnúmer 2309025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Húnaþings vestra eru Þorleifur Karl Eggertsson, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir og Magnús Vignir Eðvaldsson.

5.Vegagerðin boð á samráðsfund um vetrarþjónustu.

Málsnúmer 2309037Vakta málsnúmer

þann 11. október í Hofi á Akureyri. Byggðarráð fagnar endurskoðun vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Fulltrúi Húnaþings vestra mun sitja fundinn.

6.Leiðbeiningar um starfslok og gjafir til starfsfólks Húnaþings vestra.

Málsnúmer 2309038Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að leiðbeiningarnar verði sendar stjórnendum stofnana sveitarfélagsins til umsagnar.

7.Sala fasteignarinnar að Lindarvegi 3a

Málsnúmer 2309039Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti að bjóða til sölu fasteignina að Lindarvegi 3a á 371. fundi sínum þann 14. september sl. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í eignina.

8.Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.Fundargerð 7. fundar framkvæmdaráðs málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

10.Fundargerð 3. fundar framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?