Barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélag, minnisblað um erindisbréf

Málsnúmer 2312020

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1200. fundur - 18.12.2023

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna skipunar stýrihóps um innleiðingu barnvæns- og heilsueflandi sveitarfélags. Í bréfinu eru drög að erindisbréfi hópsins. Byggðarráð fagnar því að innleiðing þessa tveggja verkefna verði samþætt enda augljós samlegð milli þeirra. Einnig fagnar ráðið því að ungmennaráð verði í heild sinni þátttakandi í verkefninu en lagt er til að fundir hópsins verði á reglubundnum fundartíma ungmennaráðs. Skv. tillögunni munu eftirtaldir sitja í stýrihópnum:
Einn fulltrúi úr fræðsluráði
Einn fulltrúi úr félagsmálaráði
Einn fulltrúi úr byggðarráði
Ungmennaráð
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Verkefnastjóri umhverfismála
Skipulags- og byggingafulltrúi
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Viðbótarkostnaður vegna funda stýrihópsins er óverulegur og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir tillögu að skipan stýrihópsins og drög að erindisbréfi hópsins. Fulltrúi ráðsins í hópnum er skipaður Magnús Vignir Eðvaldsson.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 03.01.2024

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélags. Félagsmálaráð samþykkir að Kolfinna Rún Gunnarsdóttir verði fulltrúi félagsmálaráðs í stýrihópnum.

Fræðsluráð - 243. fundur - 25.01.2024

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um innleiðingu barnvæns- og heilsueflandi sveitarfélags í Húnaþingi vestra. Fræðsluráð samþykkir að Guðmundur Ísfeld verður fulltrúi fræðsluráðs í stýrihópnum.

Ungmennaráð - 75. fundur - 30.01.2024

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag.

Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 1. fundur - 30.01.2024

Lagt fram enrindisbréf Stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag.
Var efnið á síðunni hjálplegt?