Fræðsluráð

243. fundur 25. janúar 2024 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Reglur um heimadaga - erindi frá skólastjóra

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra um breytingu á Reglum um heimadaga frá 2013. Breytingatillögurnar snúa að því að aðeins verði hægt sé að sækja um heimadaga frá 1. nóvember til og með 1. apríl ár hvert og að heimadagur verði ekki alltaf sami vikudagurinn. Fræðsluráð bendir á að mikilvægt er að taka tillit til lotubundinna þátta s.s. árshátíðarundirbúnings og danskennslu ef veittir eru heimadagar. Fræðsluráð er sammála tillögu skólastjóra og leggur til við byggðarráð að samþykkja hana.

2.Fræðslustjóri að láni

Málsnúmer 2310069Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá vinnu vegna verkefnisins "Fræðslustjóri að láni". Verið er að mynda stýrihóp starfsmanna og könnun um vilja starfsmanna um endurmenntun verður send út í kjölfarið.

3.Barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélag.

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um innleiðingu barnvæns- og heilsueflandi sveitarfélags í Húnaþingi vestra. Fræðsluráð samþykkir að Guðmundur Ísfeld verður fulltrúi fræðsluráðs í stýrihópnum.

4.Fundargerðir farsældarteymis

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.
Fræðsluráð fór í íþróttamiðstöð kl. 15:48 og hélt fundi sínum áfram þar.

5.Starfsáætlanir íþrótta- og félagsmiðstöðvar 2024

Málsnúmer 2311068Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu atriði í starfsáætlunum íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar fyrir árið 2024. Fræðsluráð þakkar Tönju fyrir greinargóða yfirferð.

6.Skoðunarferð í íþróttamiðstöð

Málsnúmer 2401068Vakta málsnúmer

Fræðsluráð skoðaði Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra og kynnti sér nýafstaðnar endurbætur og áherslur í starfsemi.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?