Reglur um heimadaga - erindi frá skólastjóra

Málsnúmer 2401026

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 243. fundur - 25.01.2024

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra um breytingu á Reglum um heimadaga frá 2013. Breytingatillögurnar snúa að því að aðeins verði hægt sé að sækja um heimadaga frá 1. nóvember til og með 1. apríl ár hvert og að heimadagur verði ekki alltaf sami vikudagurinn. Fræðsluráð bendir á að mikilvægt er að taka tillit til lotubundinna þátta s.s. árshátíðarundirbúnings og danskennslu ef veittir eru heimadagar. Fræðsluráð er sammála tillögu skólastjóra og leggur til við byggðarráð að samþykkja hana.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 08.02.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breyttar reglur um heimadaga nemenda í Grunnskóla Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?