Skóladagatöl 2024-2025

Málsnúmer 2402050

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 244. fundur - 29.02.2024

Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri grunnskóla, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri, Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskóla og Elsche Apel fulltrúi foreldra mættu til fundar kl. 15:56
Skólastjórnendur grunnskóla og tónlistarskóla kynntu drög að sameiginlegu skóladagatali 2024-2025. Skólastjórnendum falið að auglýsa drögin til athugasemda.

Fræðsluráð - 245. fundur - 18.04.2024

Lagðar fram tillögur skólastjórnenda um skerðingar á þjónustu frístundar skólaárið 2024-2025. Bréfinu vísað til frekari umræðu byggðarráðs.

Fræðsluráð - 246. fundur - 30.05.2024

Fræðsluráð samþykkir framlagt skóladagatal sem er sameiginlegt Grunnskóla Húnaþings vestra og Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Var efnið á síðunni hjálplegt?