Fræðsluráð

245. fundur 18. apríl 2024 kl. 15:00 - 17:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ingi Hjörtur Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Kristinn Arnar Benjamínsson og Guðný Kristín Guðnadóttur mættu til fundar kl. 15:05

1.Leiðbeinandi verklag vegna undirmönnunar í leikskólanum Ásgarði

Málsnúmer 2403044Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskóla fór yfir drög að verklagi vegna undirmönnunar. Fræðsluráð felur skólastjóra að senda drögin til foreldrafélagsins til athugasemda og gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

2.Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra vegna leikskóla 12. mars 2024

Málsnúmer 2403063Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirlitsskýrsla til kynningar. Skólastjóri leikskóla fór yfir skýrsluna og viðbrögð við henni.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Eslche Oda Apel og Eydís Ósk Indriðadóttir mættu til fundar kl. 15:33

3.Efni Hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2403047Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur leik- og grunnskóla ræddu hljóðvist í skólum sveitarfélagsins. Þeir eru meðvitaðir um mikilvægi hljóðvistar og staðan í skólum er almennt góð en á nokkrum svæðum þarf að huga betur að hljóðvist. Fræðsluráð hvetur stjórnendur til að fylgjast áfram með hljóðvist í skólum sveitarfélagsins.
Kristinn Arnar og Guðný Kristín véku af fundi kl. 15:44

4.Eineltisáætlun Grunnskóla Húnaþings vestra

Málsnúmer 2404076Vakta málsnúmer

Aðstoðarskólastjóri fór yfir nýja eineltisáætlun skólans. Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með áætlunina.

5.Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra vegna grunnskóla 31. janúar 2024

Málsnúmer 2402034Vakta málsnúmer

Samkvæmt skólastjórnendum gengur vel að fylgja eftir atriðum í eftirlitsskýrslu þó ekki sé öllu lokið.
Halldór Sigfússon, Guðrún Ósk, Eydís Bára, Elsche Oda og Eydís Ósk véku af fundi kl. 16:12

6.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2024

Málsnúmer 2403038Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Lýðheilsusjóðs um styrk til sumarstarfs ungmenna í Húnaþingi vestra.

7.Fundargerðir farsældarteymis

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar.

8.Skóladagatal leikskóla 2024-2025

Málsnúmer 2402057Vakta málsnúmer

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal leikskólans með fyrirvara um endanlega dagsetningu útskriftar elstu barna.

9.Skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla 2024-2025

Málsnúmer 2402050Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur skólastjórnenda um skerðingar á þjónustu frístundar skólaárið 2024-2025. Bréfinu vísað til frekari umræðu byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?