Skóladagatal leikskóla 2024-2025

Málsnúmer 2402057

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 244. fundur - 29.02.2024

Skólastjóri leikskóla kynnti drög að skóladagatali 2024-2025. Skólastjóra leikskóla falið að auglýsa drögin til athugasemda með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Kristinn Arnar og Elísabet Eir véku af fundi kl. 15:32

Fræðsluráð - 245. fundur - 18.04.2024

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal leikskólans með fyrirvara um endanlega dagsetningu útskriftar elstu barna.

Fræðsluráð - 247. fundur - 21.08.2024

Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Halldór Sigfússon og Guðmundur Íslfeld sátu fundinn í fjarfundi. Elísa Ýr Sverrisdóttir boðaði forföll og ekki náðist í varamann.
Lögð fram beiðni skólastjóra leikskóla um breytingu á skóladagatali ásamt rökstuðningi. Vilji starfsmanna og foreldra hefur verið kannaður og ekki andstaða við breytingarnar sem snúa að því að heilum starfsdögum verði fækkað og í stað þeirra verði fundartími fyrsta mánudag í mánuði frá 8:00 - 10:00 og leikskóli þar með lokaður á þeim tíma. Fræsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali 2024-2025.
Var efnið á síðunni hjálplegt?