Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2411021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1231. fundur - 11.11.2024

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að upphæð kr. 14.500.000.

Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2024:

Eignasjóður
Slökkvibifreiðar kr. 12.000.000

Félagslegar íbúðir
Endurbætun íbúða Nestúni kr. 2.500.000

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.

Nauðsynlegt er að endurnýja bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra. Fjárfesta þarf í tveimur bílum en á móti verða tveir bíla seldir, en með þessum breytingum verður viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Beiðni slökkviliðstjóra var samþykkt á 1224. fundi byggðarráðs og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs var á sama fundi falið að undirbúa gerð viðauka.

Framkvæmdir í Nestúni voru umfangsmeiri en upphaflega var búist við.

Samhliða framlagningu viðauka er lagt fram málaflokkayfirlit sem sýnir áhrif viðaukans á einstaka málaflokka.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 14.11.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að upphæð kr. 14.500.000:

„Eignasjóður
Slökkvibifreiðar kr. 12.000.000

Félagslegar íbúðir
Endurbætun íbúða Nestúni kr. 2.500.000

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.

Nauðsynlegt er að endurnýja bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra. Fjárfesta þarf í tveimur bílum en á móti verða tveir bíla seldir, en með þessum breytingum verður viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Beiðni slökkviliðstjóra var samþykkt á 1224. fundi byggðarráðs og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs var á sama fundi falið að undirbúa gerð viðauka.

Framkvæmdir í Nestúni voru umfangsmeiri en upphaflega var búist við.

Áhrif viðaukans eru engin á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs og undirfyrirtækja og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða viðaukanum.“


Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?