Fjármagn vegna ráðningar tengiráðgjafa í Húnaþingi vestra 2025

Málsnúmer 2411038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1233. fundur - 09.12.2024

Lagður fram til kynningar samningur milli Húnaþings vestra og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um styrk vegna ráðningar tengiráðgjafa. Hljóðar styrkurinn upp á kr. 3,5 milljónir. Styrkurinn er veittur á grundvelli aðgerða stjórnvalda í að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 heimsfaraldursins. Liður í þeim aðgerðum er að koma í veg fyrir og draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun viðkvæmra hópa. Jafnframt byggir verkefnið á aðgerð B.1 um vitundarvakningu um heilbrigða öldrun og A.2 um heima-endurhæfingarteymi, í Gott að eldast, aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027.

Auglýst hefur verið eftir starfsmanni til að sinna hlutverki tengiráðgjafa í 20-30% starfshlutfalli til eins árs.

Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.
Var efnið á síðunni hjálplegt?