Félagsmálaráð

259. fundur 29. janúar 2025 kl. 10:00 - 12:15 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gerður Rósa Sigurðardóttir formaður
  • Kolfinna Rún Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson embættismaður
  • Henrike Wappler embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjármagn vegna verkefna tengiráðgjafa í Húnaþingi vestra 2025

Málsnúmer 2411038Vakta málsnúmer

Greint frá fjármagni frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem fékkst til að sinna verkefnum tengiráðgjafa. Tengiráðgjafi mun horfa sérstaklega til einstaklinga sem eru einangraðir eða eiga í hættu á að einangrast og aðstoða þá við félagslega virkni. Starfið er til eins árs.
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir vék af fundi kl. 10:55 við umræðu og ákvörðun um 11. gr. reglnanna.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2025

Málsnúmer 2412042Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálaráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Þorbjörg Inga kom aftur til fundar kl. 11:01

3.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Húnaþings vestra

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Húnaþingi vestra. Félagsmálaráð vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

5.Starfsáætlun félagsmálaráðs

Málsnúmer 2501039Vakta málsnúmer

Unnin drög að starfsáætlun félagsmálaráðs.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?