Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

Málsnúmer 2412060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Kynning á stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna frá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð - 1236. fundur - 03.02.2025

Umsögn Húnaþings vestra um drög á breytingum á almenningssamgöngukerfinu á landsbyggðinni lögð fram til kynningar.
Húnaþing vestra fagnar þeim breytingum sem áformaðar eru á leið 57 þess efnis að akstri inn á Akranes verði hætt. Hins vegar er fækkun ferða leiðar 57 úr tveimur á dag í eina óásættanleg og til þess fallin að enn færri geta nýtt sér almenningssamgöngur í landshlutanum. Einnig eru það vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir akstri frá gatnamótum Hvammstangavegar og þjóðvegar út á Hvammstanga. Að síðustu eru það vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir innansvæðisleið á Norðurlandi vestra (Hvammstangi-Blönduós-Sauðárkrókur) einkum þegar eitt markmiða endurskoðunarinnar var að tengja saman atvinnusóknarsvæði innan landshluta. Skorað er á Vegagerðina að gera bragarbót á framangreindum atriðum.
Umsögnin hefur verið send til Vegagerðarinnar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?