Skipulags- og umhverfisráð

367. fundur 02. maí 2024 kl. 15:00 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Guðný Helga Björnsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Fríða Marý Halldórsdóttir
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Mörk beitarland, umsókn um leiðréttingu stærðar.

Málsnúmer 2404109Vakta málsnúmer

Ágúst F. Sigurðsson sækir um nýja afmörkun á landi Markar beitarlands L233915 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 19.10.2023.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nýja afmörkun á landi Markar beitarlands.

2.Gamla Mörk, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2404108Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson sækir um stofnun lóðar í landi Markar L144188 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 18.10.2023. Ný lóð fær staðfangið Gamla Mörk.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar úr landi Markar og að lóðin fái staðfangið Gamla Mörk.

3.Mörk, hnitsetning jarðar.

Málsnúmer 2404106Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson sækir um hnitsetningu lands Markar L144188 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 18.10.2023.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hnitsetningu á landi Markar.

4.Lindarvegur 12, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2404093Vakta málsnúmer

Hrannar Birkir Haraldsson sækir um byggingarleyfi fyrir 187,6 m² einbýlishúsi á Lindarvegi 12 L226135.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

5.Þórðartröð 8, umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2404099Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun á byggingarreit við Þórðartröð 8 úr H1 í H2 í gildandi deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga dags:09.07.2007/08.03.2012.

Í deiliskipulagi geta húsagerðir fyrir H1 verið allt að 160m², með hámarksfjölda hrossa 16-20.

En fyrir húsagerð H2 getur verið allt að 350m² að stærð, með hámarksfjölda hrossa 25-30.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna þarf fyrir eigendum að Þórðartröð 10, Jónströð 7 og Hallartröð 2.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?