Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!
Nú er vetur úr bæ,
rann í sefgrænan sæ
og þar sefur í djúpinu væra;
en sumarið blítt
kemur fagurt og frítt
meður fjörgjafarljósinu skæra.
 
Nú kveðjum við veturinn ekki með söknuði þó, en reynslunni ríkari.  Um leið og við fögnum sumarkomu fögnum við þeim árangri sem við höfum náð í baráttu við veiruna skæðu.  Nú er enginn í einangrun né sóttkví í sveitarfélaginu og þennan árangur ber að þakka íbúum sem hafa sýnt þrautseigju og samstöðu um að komast fyrir það hópsmit sem kom upp í sveitarfélaginu. 
Í dag féllu niður hátíðarhöld sumardagsins fyrsta á Hvammstanga, en allt frá  árinu 1957 hefur Vetur konungur afhent Sumardísinni veldissprota sinn með táknræum hætti. Og sumarið heilsaði með fallegum degi. Í blíðviðrinu komu kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti  til Hvammstanga og sungu fyrir utan sjúkrahúsið og fyrir íbúa Nestúns nokkur sumar og vorlög til að fagna hlýju og hækkandi sól.

Gleðilegt sumar!
Var efnið á síðunni hjálplegt?