Helstu atriði dagsins

Helstu atriði dagsins

Helstu atriði dagsins

Allar stofnanir sveitarfélagsins eru lokaðar fyrir gestakomum. Haldið er vel utan um þá þjónustuþætti sem ekki mega rofna, því er grunnþjónustu sinnt áfram af fagmennsku en með nýjum aðferðum þó, s.s. félagsþjónustu, veitum og fl. Starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki eru veikir, eða geta ekki sinnt störfum sínum af einhverjum sökum tengdri veirunni, stunda flestir vinnu annað hvort heimanfrá eða á starfsstöð. Allir leggjast á eitt að láta hlutina ganga við þær aðstæður sem við búum við þessa dagana.

Starfsmenn sveitarfélagsins eiga mikið hrós skilið fyrir að aðlaga starfsemi sveitarfélagsins nýjum aðstæðum og eftir daginn í dag er hægt að segja að við séum ekki lengur að slökkva elda, en höfum náð ákveðnum tökum á ástandinu.

• Niðurstaða sýna í dag 16 neikvæð, 2 jákvæð, eitt ónýtt og 10 á bið sem við fáum niðurstöður um á morgun
• Alls eru því 16 sem hafa greinst með smit í Húnaþingi vestra.
• 290 einstaklingar eru skráðir í sóttkví í sveitarfélaginu eða um 24% íbúa
• Alls hafa verið tekin 69 sýni og þar af eru 43 neikvæð, ekki eru komnar niðurstöður úr 10 sýnum
• Stjórnendur sveitarfélagsins funda daglega
• Einstaka svið funda daglega
• Skólastjórnendur funda daglega með sínu fólki
• Daglegir fundir eru hjá vettvangsstjórn og aðgerðastjórn á Sauðárkróki einnig fundar vettvangsstjórn daglega og vinnur úr þeim verkefnum sem þar koma inn á borð
• Nýtt fyrirkomulag í KVH gengur vel og íbúar hafa sýnt nýjum aðstæðum skilning og fylgt leiðbeiningum
• Pósthúsið mun sinna póstdreifingu, með takmörkunum þó
• 38 spurningar hafa borist gengum vefsíðu sveitarfélagsins, svör við algengum spurningum vegna úrvinnslusóttkvíar er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins. Sértækum spruningum er svarað sérstaklega af aðgerðastjórn

Úr Klausum Sigurðar Hansen.
Varúðin og óttinn geta haldist í hendur
því þeirra er ekki óttaleysið,
að ganga á móti óttanum
er að sigra hann með þekkingunni
því þekkingin og varúðin
eru eyðingaröfl óttans
og óttinn leysir ekki vandamálin
en varúðin kemur í veg fyrir þau.

Úr ljóðabókinni Glóðir 2019.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?