Helstu atriði dagsins
Starfsfólk sveitarfélagsins leggur mikið á sig til að sem minnst röskun verði á starfsemi sveitarfélagsins og býður upp á þjónustu gegnum síma, tölvupóst og fjarfund. Þetta hefur gefist vel og fjarfundum fjölgar. Starfsmenn sveitarfélagsins fara ekki varhluta af veirunni og eru nokkrir þeirra í sóttkví en þrátt fyrir það tekst okkur að halda nánast allri þjónustu órofinni. Við þökkum íbúum þolinmæði og tillitsemi meðan við aðlögum okkur nýjum aðferðum. Á síðasta sveitarstjórnarfundi var samþykkt að fresta gjalddögum fasteignagjalda um þrjá mánuði og jafnframt var samþykkt, vegna skertrar þjónustu, að taka til endurskoðunar innheimtu gjalda s.s. fyrir leikskóla, tónlistarskóla, frístund o.fl.
• 17 smit hafa verið greind í Húnaþingi vestra, ánægjulegt að einungis hefur fjölgað um eitt síðan í gær
• Næstu sýni tekin á morgun.
• Rúmlega 24% í íbúa í sveitarfélaginu eru í sóttkví
• Alls hafa verið tekin 74 sýni og þar af 17. jákvæð
• Stjórnendur sveitarfélagsins funda daglega
• Einstaka svið funda daglega
• Skólastjórnendur funda daglega með sínu fólki
• Sveitarstjóri hélt óformlegan upplýsingafund með sveitarstjórn
• Aðgerðaáætlun sveitarfélagsins var uppfærð miðað við stöðuna í dag og send á aðgerðastjórn
• Vettvangsstjórn fundar daglega með aðgerðastjórn á Sauðárkróki
• Vettvangsstjórn fundar daglega, skiptir með sér verkefnum dagsins
• 43 fyrirspurnir hafa borist gengum vefsíðu sveitarfélagsins og fækkar þeim dag frá degi. Flestir fá svör sín á vefsíðunni þar sem algengum spurningum vegna úrvinnslusóttkvíar er svarað. Sértækum spurningum er svarað sérstaklega af aðgerðastjórn