Back to the roots samstarfsverkefni Húnaklúbbsins og sveitarfélagsins Pyhtää í Finnlandi styrkt af Erasmus+. Back to the roots eða Leiðin að rótunum er tveggja ára verkefni sem snýst um að hvetja ungt fólk til að taka þátt í samfélagslegum umræðum og ákvarðanatöku með það að markmið að styrkja rætur við samfélagið. Húnaþing vestra og Pyhtää eru að mörgu lík sveitarfélög, bæði lítil, út á landi og við sjó.
Til að vinna að markmiðum verkefnisins mun Húnaklúbburinn heimsækja Pyhtää í Finnlandi og finnsku ungmennin endurgjalda síðan heimsóknina. Í heimsóknunum kynnast ungmennin samfélaginu , skoða skóla, félagsmiðstöðvar, hitta ungmennaráð o.fl.
Með þessum heimsóknum kynnast ungmennin nýjum samfélögum betur og sjá það sem er líkt með þeim en einng það sem er ólíkt. Markmiðið er að efla ungt fólk í sínum heimabæjum og með því kynnast samfélaginu og reyna að finna leiðir til að ungt fólk fái tækifæri til að taka meira þátt og hafi meiri áhirf á sitt samfélag.