Starfsmaður veitna hjá Húnaþingi vestra

Starfsmaður veitna hjá Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra óskar eftir að ráða í tímabundna stöðu áhugasaman, jákvæðan og úrræðagóðan vélamann í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Viðkomandi verður starfsmaður veitna en þarf einnig að sinna öðrum verkefnum hjá sveitafélaginu. Tímabil ráðningarinnar er frá byrjun apríl til lok september skv. nánara samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Full vinnuvélaréttindi skilyrði
  • Reynsla af veitustarfssemi er kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og  skipulagshæfni.
  • Rík þjónustulund

Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsgreinasambands Íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Rafnsson, veitustjóri í síma 455-2400 og netfanginu benedikt@hunathing.is.

Umsóknum skal skila á netfangið benedikt@hunathing.is fyrir kl. 16:00,  fimmtudaginn 11. mars nk. Starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi skal fylgja starfsumsókn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?