Vorið er komið !
Þá er lag að leggjast öll saman á eitt og hreinsa til í nærumhverfi okkar, í tilefni af Stóra plokkdeginum, sunnudaginn 28. apríl.
Eftir skemmtilegan umhverfisdag á dögunum hjá grunn- og leikskólanum þar sem þau m.a. fræddust um plastrusl í náttúrunni, sáðu fræjum og fengu fræðslu í Hirðu um flokkun úrgangs varð niðurstaðan hjá þeim að fara ekki í það að plokka rusl þá – enda snjór yfir öllu – en kýla frekar á það nú á föstudaginn nk. Þess vegna höfum við opinn plokkviðburð í Húnaþingi vestra alla helgina, frá föstudeginum 26. apríl til sunnudagsins 28. apríl, þar sem grunnskólinn ríður á vaðið.
Hreinsum til og plokkum rusl.
Hægt verður að nálgast plastpoka í sundlauginni á opnunartíma, og þar verður einnig hægt að losa sig við ruslið í ruslakör.
Stofnaður hefur verið Facebook viðburður, og þeir sem deila inn mynd þangað inn af afrakstri plokksins og staðsetningu, komast í pott og geta unnið glaðning.
Þetta er skemmtilegur árlegur viðburður í þágu samfélagsins, endilega verum sem flest með – margar hendur vinna létt verk!
Bætum við að plokkið getur átt við víða – í garðinum heima, við fyrirtækið, kringum útihúsin, á opnum grænum svæðum, meðfram veginum…. 😉