Þróun í landbúnaði - áskoranir og tækifæri með Helga Eyleifi aðjúnkt og brautastjóra við LBHÍ

Helgi Ey­leif­ur Þor­valds­son land­búnaðarfræðing­ur býður upp á samtal um þróun í landbúnaði - áskoranir og tækifæri. Helgi Eyleifur er aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helgi er alin upp á blönduðu búi að Brekkukoti í Reykholtsdal. Hann er búfræðingur og með BSc í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri en hefur auk þess lokið meistaragráðu í viðskiptastjórnun (MBA) með áherslu á frumkvöðlafræði og nýsköpun frá þýska háskólanum Hochschule für Wirtschaft und Recht (HWR) í Berlín.
Erindið er gjaldfrjálst en skráningar er þörf. Þið skráið ykkur hér á hlekknum og Helgi sendir ykkur slóð á Teams fyrir fundinn.
Var efnið á síðunni hjálplegt?