3. apríl kl. 17:30-18:30
Viðburðir
Félagsheimilið Hvammstanga
Tillögur um samfélagsmiðstöð.
Hér má finna tillögur um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opið samráð um tillögurnar verður til 30. apríl 2025 og eru íbúar hvattir til að senda inn ábendingar eða tillögur hér.
- Samfélagsmiðstöð er ætlað að auka og efla tómstunda-, menningar- og listastarf í samstarfi við félög, stofnanir og einstaklinga í Húnaþingi vestra.
- Samfélagsmiðstöð er ætlað að vera lifandi staður þar sem allir íbúar get stundað tómstundir, menningu og listir.
- Í samfélagsmiðstöð verður sameinuð þjónusta sem nú þegar er til staðar til að nýta opinbera fjármuni betur og veita meiri þjónustu.
- Aðstaða fyrir félög og einstaklinga sem vilja standa fyrir opnu tómstunda-, menningar- og listastarfi.
- Föst starfsemi í stundaskrá sem spannar allt árið.
- Möguleikar á útleigu fyrir stærri og minni viðburði.
Opið hús verður í Félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 17:30 – 18:30 fimmtudaginn 3. apríl 2025 þar sem íbúum gefst tækifæri til að kynna sér hugmyndirnar og spyrja út í þær.